
Sport
Martröð hjá Jonathan Woodgate

Jonathan Woodgate er nú rétt í þessu að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði Real Madrid, eftir að hafa verið meira og minna frá keppni í eitt og hálft ár vegna meiðsla. Ekki er hægt að segja að Woodgate hefji endurkomu sína með stæl, því nú rétt áðan kom hann liðið Atletic Bilbao yfir með því að skora sjálfsmark á 25. mínútu leiksins. Real Madrid hefur tapað þremur leikjum í röð og er verulega farið að hitna undir þjálfara liðsins, enda sætta menn sig ekki við neitt annað en sigur hjá Real Madrid.