Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn 20. september 2005 00:01 Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira