Baugsmál: Fáir vilja tjá sig
Davíð Oddsson utanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um Baugsmálið í dag en hann er staddur í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fréttastofan reyndi jafnframt ítrekað að ná í feðgana Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, án árangurs. Sömu sögu er að segja um Bjarna Benediktsson, formann allsherjarnefndar Alþingis. Þá vildi yfirmaður dómsmála í landinu, Björn Bjarnason, ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.