Kvikmyndasumarið gert upp 17. október 2005 23:42 Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er búið. Stóru myndirnar að baki og nú kveðja kvikmyndaverin sprengingar og ofurhetjur. Við taka "vandaðar" myndir sem eiga að keppa til Óskarsverðlauna. Ef til vill ratar einhver tilnefning á sumarmynd. Johnny Depp var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn sem Jack Sparrow. Gæti reyndar endurtekið leikinn en hann fer mikinn sem Willy Wonka í Charlie and the Chocolate Factory. Leikur og handrit skipta minna máli hjá hinum svokölluðu sumarsmellum. Það er hversu mikið þær hala inn sem öllu máli skiptir. Ef vel tekst til fáum við að sjá framhald á framhald ofan. Ef ekkert gengur verða einhverjir hengdir. Það sem vekur athygli á lista tímaritsins Hollywood Reporter er að yfirburðir Star Wars eru gríðarlegir eftir sumarið. Hún þénar næstum því fimmtíu milljónum dollara meira en War of the Worlds eftir Spielberg. Heimsendamyndin hefur síðan tæplega þrjátíu milljóna dollar forskot á Batman Begins. Listi Hollywood Reporter er tekinn saman frá Memorial Day sem er 30. maí til Labour Day sem er 5.september en flest kvikmyndaver taka saman sína lista frá byrjun maí. Hvað má svo ráða í þennan lista? Sú niðurstaða sem ég dreg er að eina myndin sem hafi verið beðið með einhverri alvöru eftirvæntingu er lokakafli Star Wars. Aðrar myndir hafi síðan skipt aðsókninni jafnt á milli sín. Það hefði í raun verið óeðlilegt ef Spielberg og Cruise hefðu ekki trekkt jafn mikið að og raun bar vitni. Þeir eiga ekki að geta klikkað. Kvikmyndin Wedding Crashers verður tvímælalaust að teljast einn af sigurvegurum ársins. Þrátt fyrir að hafa verið bönnuð börnum yngri en tólf ára hreppti hún engu að síður fimmta sætið, halaði inn í miðasölu tæplega tvö hundruð milljón dollara. Þær myndir sem taldar eru hafa "floppað" eru Kingdom of Heaven, Stelth og The Island. Aðrar myndir standast í raun þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ekki var hægt að reikna með að Sin City kæmist inn á þennan lista þar sem mun færri áhorfendur komast inn á hana þar aldurstakmarkið inn á hana er mun hærra en á aðrar myndir. Ef þetta ár er hins vegar borið saman við árið í fyrra má sjá að að sigurmyndin frá því í fyrra tók inn mun meira en sigurmyndin í ár. Önnur myndin um græna skrímslið Skrekk tók inn 436 milljónir dala á meðan Stjörnustríðið halaði "einungis" inn 379 milljónir dollara. Það vekur ennfremur athygli að Star Wars myndin er eina myndin sem nær 300 milljóna dollara markinu en í fyrra náðu tvær myndir því marki. Aðeins níu myndir ná hundrað milljóna króna markinu en til samanburðar náðu ellefu því marki í fyrra og fimmtán metárið 2003. Hvað varðar sjálfstæða kvikmyndagerð báru kvikmyndir Paul Haggis, Crash, og mörgæsamyndin March of the Penguins, höfuð og herða yfir aðrar "minni" myndir í sumar. Þá vekur það einnig athygli að engin kvikmynd í sumar sló nein opnunarmet og komust ekki í hálfkvisti við stærstu opnanir ársins í fyrra. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar