Valsstúlkur vekja athygli ytra 16. september 2005 00:01 Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Árangur Valsliðsins hefur vakið mikla athygli úti í Svíþjóð."Svíarnir elta mann á röndum og eru alveg gáttaðir á þessu liði frá Íslandi. Þeir eru búnir að tilkynna mér það að Margrét Lára fái hér samningstilboð í hrönnum frá sænskum liðum sem og fleiri leikmenn. Þeir skilja heldur ekkert í því hvar Dóra María sé því það biðu víst allir eftir að sjá hana," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals sem er að gera góða hluti í Evrópukeppninni en riðill þeirra í 2. umferð hennar fer nú fram í Stokkhólmi. Val nægir jafntefli í síðasta leiknum gegn Alma frá Kasakstan á morgun og þá kemst Valsliðið í átta liða úrslitin. Dóra María Lárusdóttir gat ekki verið með þar sem hún er farin út í nám til Bandaríkjanna og Valsstúlkur eru því án eins síns besta leikmanns í þessum leik. Það hefur verið nóg að gera hjá Elísabetu sem hefur verið kölluð í hvert sjónvarps- og útvarpsviðtalið á fætur öðru. "Þeir vildu meina það í umræddu útvarpsviðtali sem ég fór í að við værum að spila um þriðja til fjórða sætið í sænsku deildinni og að það gætu allir mínir leikmenn spilað í deildinni. Þetta sögðu þeir mér en ég hef ekkert séð þessa deild þannig að ég verð bara að trúa þeim," segir Elísabet en þrjú efstu liðin í sænsku deildinni eru fyrrverandi tvöfaldir Evrópumeistarar: Umeå, Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í Malmö FF og svo lið Djurgården/Älvsjö sem vann Valsliðið naumlega með marki í uppbótartíma í fyrsta leiknum í riðlinum. "Þeir eru að dásama okkur út í eitt og ég var beðin um að lýsa hvernig við högum þjálfuninni á Íslandi. Þetta er því góð auglýsing fyrir íslenskan kvennafótbolta. Loksins erum við komin á þennan stall og vonandi fylgja Blikar þessu eftir á næsta ári. Við þurfum að verða Evrópumeistarar til þess að geta aftur verið með á næsta ári," segir Elísabet en aðeins meistarar hvers lands fá þátttökurétt. Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin. Árangur Valsliðsins hefur vakið mikla athygli úti í Svíþjóð."Svíarnir elta mann á röndum og eru alveg gáttaðir á þessu liði frá Íslandi. Þeir eru búnir að tilkynna mér það að Margrét Lára fái hér samningstilboð í hrönnum frá sænskum liðum sem og fleiri leikmenn. Þeir skilja heldur ekkert í því hvar Dóra María sé því það biðu víst allir eftir að sjá hana," segir Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals sem er að gera góða hluti í Evrópukeppninni en riðill þeirra í 2. umferð hennar fer nú fram í Stokkhólmi. Val nægir jafntefli í síðasta leiknum gegn Alma frá Kasakstan á morgun og þá kemst Valsliðið í átta liða úrslitin. Dóra María Lárusdóttir gat ekki verið með þar sem hún er farin út í nám til Bandaríkjanna og Valsstúlkur eru því án eins síns besta leikmanns í þessum leik. Það hefur verið nóg að gera hjá Elísabetu sem hefur verið kölluð í hvert sjónvarps- og útvarpsviðtalið á fætur öðru. "Þeir vildu meina það í umræddu útvarpsviðtali sem ég fór í að við værum að spila um þriðja til fjórða sætið í sænsku deildinni og að það gætu allir mínir leikmenn spilað í deildinni. Þetta sögðu þeir mér en ég hef ekkert séð þessa deild þannig að ég verð bara að trúa þeim," segir Elísabet en þrjú efstu liðin í sænsku deildinni eru fyrrverandi tvöfaldir Evrópumeistarar: Umeå, Ásthildur Helgadóttir og félagar hennar í Malmö FF og svo lið Djurgården/Älvsjö sem vann Valsliðið naumlega með marki í uppbótartíma í fyrsta leiknum í riðlinum. "Þeir eru að dásama okkur út í eitt og ég var beðin um að lýsa hvernig við högum þjálfuninni á Íslandi. Þetta er því góð auglýsing fyrir íslenskan kvennafótbolta. Loksins erum við komin á þennan stall og vonandi fylgja Blikar þessu eftir á næsta ári. Við þurfum að verða Evrópumeistarar til þess að geta aftur verið með á næsta ári," segir Elísabet en aðeins meistarar hvers lands fá þátttökurétt.
Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira