Umbun með áhættu Hafliði Helgason skrifar 8. september 2005 00:01 Æðstu stjórnendur íslenskra fyrirtækja hafa verið iðnir við að kaupa hlut í fyrirtækjum sínum að undanförnu. Ýmist hafa kaupin verið í formi kaupréttar eða að kaupin hafa verið sölutryggð til framtíðar og stjórnendur því varðir fyrir tapáhættu. Í því árferði sem verið hefur að undanförnu með miklum hækkunum hlutabréfa hafa slíkir réttir gefið vel af sér. Einnig hafa stjórnendur keypt í félögum sínum með því að skuldsetja sig á móti kaupunum. Meðan markaður er í hækkunarferli eins og að undanförnu þá hafa slík kaup gefið vel af sér. Ríflegir kaupréttarsamningar geta verið góð umbun fyrir vel unnin störf en að sama skapi skapað ákveðna áhættu á að langtímasjónarmið víki fyrir skammtímasjónarmiðum. Kjör æðstu stjórnenda hafa verið á uppleið um allan heim. Sú þróun hefur teygt anga sína til Íslands. Bandaríkin hafa farið fremst í flokki og leitt þessa þróun, eins og á svo mörgum sviðum viðskiptalífsins. The Economist hefur fylgst með þróun launa stjórnenda um áratuga skeið. Blaðið hefur verið gagnrýnið á þessa þróun; bæði hvað varðar laun stjórnenda, svo og kauprétti þeirra í fyrirtækjum. Valréttarsamningar stjórnenda hlutafélaga náðu líklega hámarki í tæknibólunni miklu í lok tíunda áratugarins. Vaxtarfyrirtæki í tæknigeiranum sáu sér hag í því að greiða stjórnendum sínum í formi kaupréttar í stað hærri launa. Væntingar til þessara fyrirtækja voru miklar og í sumum tilvikum varð jókst eign forstjóranna gríðarlega, á pappírunum að minnsta kosti. Þessi þróun smitaði út frá sér. Í maíhefti Economist árið 1999 er spurt hvort nokkur forstjóri geti verið 200 milljón dollara virði, hversu góður sem hann annars kunni að vera. Verðbréfabólan var í hámarki og stjórnendur fyrirtækja tóku inn stórar summur í kaupaukum ýmiss konar. Mel Karmazin, yfirmaður CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, þénaði 200 milljónir dollara, á annan tug milljarða, árið 1998. Launin hans og bónusar voru 9,8 milljónir dollara, um 700 milljónir. Restina fékk hann í gegnum valréttarsamninga. Hann var þó ekki hálfdrættingur á við starfsbróður sinn hjá Walt Disney, sem hafði 576 milljónir dollara upp úr krafsinu. "Það hefur aldrei verið betra að vera forstjóri," sagði Economist árið 1999 og gagnrýndi það að stjórnendur skyldu flá feitan gölt á kostnað hluthafa. Meðal þeirra sem töldu kaupréttarsamninga vond skipti var hinn kunni fjárfestir Warren Buffet, sem taldi þá skila litlu og vera dýra fyrir hluthafa. Hér á landi eru form kaupréttarsamninga mismunandi hvað varðar tíma, verð og til hversu margra innan fyrirtækjanna þeir ná. Samningar KB banka hafa verið lagðir fyrir hluthafafund, en bankaráð bæði Íslandsbanka og Landsbankans hafa gert samninga sinna banka. Hvenær samningarnir eru innleystir skiptir líka miklu máli en þeir eru venjulega bundnir í ákveðinn tíma. Ein hættan er sú að þegar dragi að innlausnardegi geti menn freistast til þess að ýta með óeðlilegum leiðum undir gengi bréfanna, til dæmis með því að færa miklar tekjur og fela kostnað. Þó er ólíklegt að stjórnendur misnoti aðstöðu sína til að verja eigin hagsmuni því á endanum kemur það niður á fyrirtækjunum sjálfum. Ekki má gleyma því að fyrirtækin bera allan kostnaðinn af því að veita starfsmönnum kauprétt á hlutabréfum. Kostnaðurinn er mismunurinn á markaðsverði hlutabréfanna og verðinu samkvæmt kaupréttarsamningnum. Þessumn kostnaði ber að segja frá í ársskýrslum fyrirtækja. Þeir stjórnendur sem hafa eignast mikla fjármuni í fyrirtækjum sínum hafa einnig verið að skila hluthöfum sínum góðum arði. Nokkrir stjórnendur Íslandsbanka seldu fyrir nokkru hluti í bankanum með góðum hagnaði. Þeir tóku lán fyrir þeim hlutum í vor og innleystu góðan hagnað af sölunni. Menn hafa gagnrýnt söluna, en eins má færa fyrir því rök að salan hafi verið skynsamleg. Ef stjórnendur eiga ríka skammtímahagsmuni af eign í fyrirtækjunum er meiri hætta á að þeir láti skammtímasjónarmið ríkja yfir langtímasjónarmiðum. Fjárfesting í hlutabréfum er í eðli sínu langtímafjárfesting þótt menn geti stöku sinnum haft góðan hagnað af skammtíma stöðutöku á markaði. Ef skuldsetning á móti eign er mikil er meiri hætta á að menn beiti örvæntingafullum aðferðum til að halda gengi uppi án þess að innistæða sé fyrir því. Sá sem á mikið horfir venjulega til lengri tíma en sá sem tekur lán til að leggja undir á spilaborðinu.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinn.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Sjá meira
Æðstu stjórnendur íslenskra fyrirtækja hafa verið iðnir við að kaupa hlut í fyrirtækjum sínum að undanförnu. Ýmist hafa kaupin verið í formi kaupréttar eða að kaupin hafa verið sölutryggð til framtíðar og stjórnendur því varðir fyrir tapáhættu. Í því árferði sem verið hefur að undanförnu með miklum hækkunum hlutabréfa hafa slíkir réttir gefið vel af sér. Einnig hafa stjórnendur keypt í félögum sínum með því að skuldsetja sig á móti kaupunum. Meðan markaður er í hækkunarferli eins og að undanförnu þá hafa slík kaup gefið vel af sér. Ríflegir kaupréttarsamningar geta verið góð umbun fyrir vel unnin störf en að sama skapi skapað ákveðna áhættu á að langtímasjónarmið víki fyrir skammtímasjónarmiðum. Kjör æðstu stjórnenda hafa verið á uppleið um allan heim. Sú þróun hefur teygt anga sína til Íslands. Bandaríkin hafa farið fremst í flokki og leitt þessa þróun, eins og á svo mörgum sviðum viðskiptalífsins. The Economist hefur fylgst með þróun launa stjórnenda um áratuga skeið. Blaðið hefur verið gagnrýnið á þessa þróun; bæði hvað varðar laun stjórnenda, svo og kauprétti þeirra í fyrirtækjum. Valréttarsamningar stjórnenda hlutafélaga náðu líklega hámarki í tæknibólunni miklu í lok tíunda áratugarins. Vaxtarfyrirtæki í tæknigeiranum sáu sér hag í því að greiða stjórnendum sínum í formi kaupréttar í stað hærri launa. Væntingar til þessara fyrirtækja voru miklar og í sumum tilvikum varð jókst eign forstjóranna gríðarlega, á pappírunum að minnsta kosti. Þessi þróun smitaði út frá sér. Í maíhefti Economist árið 1999 er spurt hvort nokkur forstjóri geti verið 200 milljón dollara virði, hversu góður sem hann annars kunni að vera. Verðbréfabólan var í hámarki og stjórnendur fyrirtækja tóku inn stórar summur í kaupaukum ýmiss konar. Mel Karmazin, yfirmaður CBS-sjónvarpsstöðvarinnar, þénaði 200 milljónir dollara, á annan tug milljarða, árið 1998. Launin hans og bónusar voru 9,8 milljónir dollara, um 700 milljónir. Restina fékk hann í gegnum valréttarsamninga. Hann var þó ekki hálfdrættingur á við starfsbróður sinn hjá Walt Disney, sem hafði 576 milljónir dollara upp úr krafsinu. "Það hefur aldrei verið betra að vera forstjóri," sagði Economist árið 1999 og gagnrýndi það að stjórnendur skyldu flá feitan gölt á kostnað hluthafa. Meðal þeirra sem töldu kaupréttarsamninga vond skipti var hinn kunni fjárfestir Warren Buffet, sem taldi þá skila litlu og vera dýra fyrir hluthafa. Hér á landi eru form kaupréttarsamninga mismunandi hvað varðar tíma, verð og til hversu margra innan fyrirtækjanna þeir ná. Samningar KB banka hafa verið lagðir fyrir hluthafafund, en bankaráð bæði Íslandsbanka og Landsbankans hafa gert samninga sinna banka. Hvenær samningarnir eru innleystir skiptir líka miklu máli en þeir eru venjulega bundnir í ákveðinn tíma. Ein hættan er sú að þegar dragi að innlausnardegi geti menn freistast til þess að ýta með óeðlilegum leiðum undir gengi bréfanna, til dæmis með því að færa miklar tekjur og fela kostnað. Þó er ólíklegt að stjórnendur misnoti aðstöðu sína til að verja eigin hagsmuni því á endanum kemur það niður á fyrirtækjunum sjálfum. Ekki má gleyma því að fyrirtækin bera allan kostnaðinn af því að veita starfsmönnum kauprétt á hlutabréfum. Kostnaðurinn er mismunurinn á markaðsverði hlutabréfanna og verðinu samkvæmt kaupréttarsamningnum. Þessumn kostnaði ber að segja frá í ársskýrslum fyrirtækja. Þeir stjórnendur sem hafa eignast mikla fjármuni í fyrirtækjum sínum hafa einnig verið að skila hluthöfum sínum góðum arði. Nokkrir stjórnendur Íslandsbanka seldu fyrir nokkru hluti í bankanum með góðum hagnaði. Þeir tóku lán fyrir þeim hlutum í vor og innleystu góðan hagnað af sölunni. Menn hafa gagnrýnt söluna, en eins má færa fyrir því rök að salan hafi verið skynsamleg. Ef stjórnendur eiga ríka skammtímahagsmuni af eign í fyrirtækjunum er meiri hætta á að þeir láti skammtímasjónarmið ríkja yfir langtímasjónarmiðum. Fjárfesting í hlutabréfum er í eðli sínu langtímafjárfesting þótt menn geti stöku sinnum haft góðan hagnað af skammtíma stöðutöku á markaði. Ef skuldsetning á móti eign er mikil er meiri hætta á að menn beiti örvæntingafullum aðferðum til að halda gengi uppi án þess að innistæða sé fyrir því. Sá sem á mikið horfir venjulega til lengri tíma en sá sem tekur lán til að leggja undir á spilaborðinu.Hafliði Helgason - haflidi@markadurinn.is
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar