Hvað verður um íslenska frelsið? 31. ágúst 2005 00:01 Fyrir stuttu var í viðtali í Birtu ung kona sem hafði búið erlendis öll sín fullorðinsár. Hún er flutt heim núna og ástæðan er sú að hún er barnshafandi og getur ekki hugsað sér betri gjöf handa barninu sínu en íslenska frelsið. Helstu lífsgæði Íslendinga, sem búa við leiðinlegt veðurfar, dýra matvöru og einangrun, eru íslenska frelsið. Og hvað felst í hugtakinu "frelsi" í þessu samhengi? Að geta sent börnin sín út að leika án þess að þurfa að fara með þeim eða sjá alltaf nákvæmlega hvar þau eru. Að geta fengið sér gönguferð í rökkrinu, einn með sjálfum sér, án þess að eiga á hættu að vera misþyrmt. Að geta farið út að skemmta sér með vinkonum sínum í pæjulegum fötum og fengið sér í glas án þess að vera þar með orðin réttmætt fórnarlamb nauðgunar. Frelsi til að gera sjálfsagða og eðlilega hluti sem í flestum öðrum löndum teljast til munaðar sem nánast enginn getur veitt sér eða telur sig eiga heimtingu á. En hvernig stendur íslenska frelsið þessa dagana? Í sjónvarpsfréttunum um daginn var sagt frá því að konur þori ekki að kæra nauðganir vegna þess að sönnunarbyrðin er svo þung að þær treysta sér ekki til að bera hana. Í fyrradag var viðtal í fréttunum við konu sem hafði verið barin ítrekað í höfuðið með felgulykli af barnsföður sínum. Á menningarsólarhringnum, frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns, voru tveir ungir menn stungnir með hnífi. Annar þeirra lést, hinn meiddist alvarlega. Að auki lá við að lögreglan missti stjórn á unglingunum í bænum, sem að sögn miðborgarprestsins fóru um bæinn í árásargjörnum torfum, ölvaðir og eftirlitslausir. Af umfjöllun fjölmiðla að dæma er það ekki óalgengt að þeir sem fremja alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi langa sakaskrá að baki, hafi áður framið svipuð afbrot og eigi við ýmis vandamál að etja sem rekja má til geðsjúkdóma eða eiturlyfjaneyslu. Engu að síður eru þessir einstaklingar úti í samfélaginu þangað til þeir ganga nógu langt til að hægt sé að loka þá inni til langs tíma og vonandi veita þeim einhverja aðstoð. Að minnsta kosti verja samfélagið gegn þeim. Og af hverju er það? Geðdeildirnar eru sveltar svo fársjúkir einstaklingar eigra úrræðalausir um göturnar. Fangelsin eru svo full að fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir því að sitja af sér dóma. Afbrotamenn eru svo komnir aftur út í samfélagið löngu áður en þeir eru tilbúnir að taka þátt í því, hvað þá að samfélagið geti tekið á móti þeim. Í samfélagi sem telur ekki nema á við lítið hverfi í stórborgum heimsins ætti þetta ekki að þurfa að vera svona. Vandamál sem hafa vaxið stórþjóðum yfir höfuð ættu að vera viðráðanlegri í svona litlu einangruðu samfélagi þar sem að auki ríkir almenn velmegun og meira að segja þensla. En það má ekki gleyma því að við erum samfélagið. Fallegu, ríku, sterku "best í heimi" við erum samfélagið og við erum of önnum kafin við að reyna að standa okkur í einhverju óskilgreindu lífsgæðakapphlaupi til að taka nokkra ábyrgð á því sem gerist og er að gerast hjá okkur. Við fyllumst óhug þegar við heyrum um eitthvað sem getur skaðað glansímynd okkar af sjálfum okkur en tökum enga ábyrgð.Við krossleggjum bara fingurna þegar við heyrum um morð, rán og nauðganir og hugsum: vonandi ekki ég, sem betur fer ekki ég! Hvað þarf að gerast til að byggð verði almennileg fangelsi og góðar meðferðarstofnanir og fagfólk ráðið til vinnu þar gegn mannsæmandi launum? Hvaða glæpur er nógu alvarlegur til að við loksins teljum það þess virði að verja okkur almennilega, hlúa að þeim sem eru sjúkir og skaddaðir á meðal okkar á þann hátt sem þarf, þó það þýði að skilja þá frá samfélaginu þar til þeir teljast reiðubúnir til að taka þátt í því? Hvað kostar það mörg líf ? Og hvað verður um lífsgæðin okkar á meðan? Hvað verður um íslenska frelsið?Brynhildur Björnsdóttir -brynhildur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var í viðtali í Birtu ung kona sem hafði búið erlendis öll sín fullorðinsár. Hún er flutt heim núna og ástæðan er sú að hún er barnshafandi og getur ekki hugsað sér betri gjöf handa barninu sínu en íslenska frelsið. Helstu lífsgæði Íslendinga, sem búa við leiðinlegt veðurfar, dýra matvöru og einangrun, eru íslenska frelsið. Og hvað felst í hugtakinu "frelsi" í þessu samhengi? Að geta sent börnin sín út að leika án þess að þurfa að fara með þeim eða sjá alltaf nákvæmlega hvar þau eru. Að geta fengið sér gönguferð í rökkrinu, einn með sjálfum sér, án þess að eiga á hættu að vera misþyrmt. Að geta farið út að skemmta sér með vinkonum sínum í pæjulegum fötum og fengið sér í glas án þess að vera þar með orðin réttmætt fórnarlamb nauðgunar. Frelsi til að gera sjálfsagða og eðlilega hluti sem í flestum öðrum löndum teljast til munaðar sem nánast enginn getur veitt sér eða telur sig eiga heimtingu á. En hvernig stendur íslenska frelsið þessa dagana? Í sjónvarpsfréttunum um daginn var sagt frá því að konur þori ekki að kæra nauðganir vegna þess að sönnunarbyrðin er svo þung að þær treysta sér ekki til að bera hana. Í fyrradag var viðtal í fréttunum við konu sem hafði verið barin ítrekað í höfuðið með felgulykli af barnsföður sínum. Á menningarsólarhringnum, frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns, voru tveir ungir menn stungnir með hnífi. Annar þeirra lést, hinn meiddist alvarlega. Að auki lá við að lögreglan missti stjórn á unglingunum í bænum, sem að sögn miðborgarprestsins fóru um bæinn í árásargjörnum torfum, ölvaðir og eftirlitslausir. Af umfjöllun fjölmiðla að dæma er það ekki óalgengt að þeir sem fremja alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi langa sakaskrá að baki, hafi áður framið svipuð afbrot og eigi við ýmis vandamál að etja sem rekja má til geðsjúkdóma eða eiturlyfjaneyslu. Engu að síður eru þessir einstaklingar úti í samfélaginu þangað til þeir ganga nógu langt til að hægt sé að loka þá inni til langs tíma og vonandi veita þeim einhverja aðstoð. Að minnsta kosti verja samfélagið gegn þeim. Og af hverju er það? Geðdeildirnar eru sveltar svo fársjúkir einstaklingar eigra úrræðalausir um göturnar. Fangelsin eru svo full að fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir því að sitja af sér dóma. Afbrotamenn eru svo komnir aftur út í samfélagið löngu áður en þeir eru tilbúnir að taka þátt í því, hvað þá að samfélagið geti tekið á móti þeim. Í samfélagi sem telur ekki nema á við lítið hverfi í stórborgum heimsins ætti þetta ekki að þurfa að vera svona. Vandamál sem hafa vaxið stórþjóðum yfir höfuð ættu að vera viðráðanlegri í svona litlu einangruðu samfélagi þar sem að auki ríkir almenn velmegun og meira að segja þensla. En það má ekki gleyma því að við erum samfélagið. Fallegu, ríku, sterku "best í heimi" við erum samfélagið og við erum of önnum kafin við að reyna að standa okkur í einhverju óskilgreindu lífsgæðakapphlaupi til að taka nokkra ábyrgð á því sem gerist og er að gerast hjá okkur. Við fyllumst óhug þegar við heyrum um eitthvað sem getur skaðað glansímynd okkar af sjálfum okkur en tökum enga ábyrgð.Við krossleggjum bara fingurna þegar við heyrum um morð, rán og nauðganir og hugsum: vonandi ekki ég, sem betur fer ekki ég! Hvað þarf að gerast til að byggð verði almennileg fangelsi og góðar meðferðarstofnanir og fagfólk ráðið til vinnu þar gegn mannsæmandi launum? Hvaða glæpur er nógu alvarlegur til að við loksins teljum það þess virði að verja okkur almennilega, hlúa að þeim sem eru sjúkir og skaddaðir á meðal okkar á þann hátt sem þarf, þó það þýði að skilja þá frá samfélaginu þar til þeir teljast reiðubúnir til að taka þátt í því? Hvað kostar það mörg líf ? Og hvað verður um lífsgæðin okkar á meðan? Hvað verður um íslenska frelsið?Brynhildur Björnsdóttir -brynhildur@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun