Rannsókn á Vioxx að hefjast 30. ágúst 2005 00:01 Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Landlæknisembættið er að hefja rannsókn á hugsanlegri fylgni milli notkunar verkjalyfsins Vioxx og aukinnar tíðni hjartaáfalla og kransæðasjúkdóma hér á landi. Sigurður Guðmundsson landlæknir hefur í höndunum tilkynningar frá fimm gigtarsjúklingum sem tóku lyfið og fengu hjartaáfall. Stefán Geir Þórisson hæstaréttarlögmaður segist ekki myndu hika við að leita ráða hjá bandarískum lögmanni um bótarétt hefði hann sannanlega orðið fórnarlamb aukaverkana lyfsins, sem nú hefur verið tekið af markaði. Hann segir að málshöfðun geti hugsanlega grundvallast á niðurstöðum rannsóknar Landlæknis bendi þær til ofangreindrar fylgni. Stefán Geir vann á vormánuðum skaðabótamál, sem kona höfðaði á hendur lyfjafyrirtækinu GlaxoSmithKline ehf. og Líf hf. Hún varð alvarlega veik vegna aukaverkana sem hún hlaut af töku lyfsins Lamictal. Stefán Geir bendir á að fyrirtækið sem framleiddi Vioxx sé bandarískt og verði fyrst og fremst sótt fyrir bandarískum dómstólum á grunni bandarískra laga. Ef fyrirtækið yrði dæmt bótaskylt í heimalandinu fengjust margfalt hærri bætur heldur en ef höfðað yrði mál á hendur dótturfyrirtækis þess, Merck Sharp og Dohme á Íslandi. Að auki væri ekki hægt að fullyrða um bótaskyldu íslenska fyrirtækisins. Fyrsti skaðabótadómurinn hefur nú fallið í Texas á framleiðanda Vioxx, Merck & Co í Bandaríkjunum. Ekkju manns sem lést eftir að hafa notað Vioxx voru dæmdar skaðabætur sem nema 16 milljörðum króna. Þá hefur fólk í öðrum Evrópulöndum lýst því yfir að það hyggist lögsækja fyrirtækið. Stefán Geir segir að lögin um skaðsemisábyrgð gildi um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla á vöru sem þeir hafi framleitt eða dreift. Hugtakið "ágalli" geti birst í ýmsum myndum. Vara sé haldin ágalla sé hún ekki eins örugg og hefði mátt vænta eftir öllum aðstæðum. Í Glaxo - málinu hefði hann varðað ófullnægjandi viðvörunarmerkingar með lyfinu.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira