Gáfnafar kynjanna 26. ágúst 2005 00:01 Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. Það eru meiri líkur á því að karlmaður hljóti Nóbelsverðlaun en kvenmaður. Það eru líka meiri líkur á því að karl komist áfram í lífinu en kona. Ástæðan: karlar eru betur gefnir - eða því heldur í það minnsta Richard Lynn, ákaflega umdeildur sálfræðiprófessor fram. Hann hefur gert viðamikla rannsókn í slagtogi við Paul Irwing, annan og virtari sálfræðiprófessor sem segist vera femínisti. Niðurstöðurnar verða birtar í vísindatímaritinu British Journal of Psychology í nóvember. Ein meginniðurstaðan er sú að karlar hafa að jafnaði fimm stigum hærri greindarvísitölu en konur. Fyrir hverja konu sem er með greindarvísitölu yfir hundrað og þrjátíu eru þrír karlar, og fyrir hverja konu yfir hundrað fjörutíu og fimm eru fimm komma fimm karlar. Vísindamennirnir telja þetta skýra af hverju fleiri karlar eru stórmeistarar í skák en konur, fleiri stærðfræðiséní og Nóbelsverðlaunahafar. Ekki láta þó allir þessa rannsókn sannfæra sig, og benda til dæmis á að konur standi sig að jafnaði betur á prófum í skólum á Bretlandi, og að fleiri konur en karlar ljúki háskólaprófum að doktorsgráðum undanskildum. Vísindamennirnir hafa að sjálfsögðu skýringar, til að mynda að konur séu samviskusamari og eigi auðveldara með að standast mikið álag í lengri tíma. Og loks telja þeir að flest okkar hafi lítið að gera við greindarvísitölu yfir hundrað tuttugu og fimm, þar sem það nægi til að komast vel af í lífinu. Hærri greindarvísitölu þurfi í raun einungis til afreksverka. Einn efasemdarmaðurinn - kona - bendir raunar á að stundum hafi verið bent á að fleiri karlar en konur séu einhverfir og að hugsanlega séu tengsl á milli einhverfu og þeirrar sérkennilegu einbeitingar sem þurfi til að vera stærðfræðiséní eða stórmeistari í skák. Nóbelsverðlaun Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira
Karlar eru gáfaðri en konur. Þetta hefur gáfaðri helmingur mannkyns svo sem alltaf vitað, en nú er komin vísindaleg staðfesting og það frá femínista. Það eru meiri líkur á því að karlmaður hljóti Nóbelsverðlaun en kvenmaður. Það eru líka meiri líkur á því að karl komist áfram í lífinu en kona. Ástæðan: karlar eru betur gefnir - eða því heldur í það minnsta Richard Lynn, ákaflega umdeildur sálfræðiprófessor fram. Hann hefur gert viðamikla rannsókn í slagtogi við Paul Irwing, annan og virtari sálfræðiprófessor sem segist vera femínisti. Niðurstöðurnar verða birtar í vísindatímaritinu British Journal of Psychology í nóvember. Ein meginniðurstaðan er sú að karlar hafa að jafnaði fimm stigum hærri greindarvísitölu en konur. Fyrir hverja konu sem er með greindarvísitölu yfir hundrað og þrjátíu eru þrír karlar, og fyrir hverja konu yfir hundrað fjörutíu og fimm eru fimm komma fimm karlar. Vísindamennirnir telja þetta skýra af hverju fleiri karlar eru stórmeistarar í skák en konur, fleiri stærðfræðiséní og Nóbelsverðlaunahafar. Ekki láta þó allir þessa rannsókn sannfæra sig, og benda til dæmis á að konur standi sig að jafnaði betur á prófum í skólum á Bretlandi, og að fleiri konur en karlar ljúki háskólaprófum að doktorsgráðum undanskildum. Vísindamennirnir hafa að sjálfsögðu skýringar, til að mynda að konur séu samviskusamari og eigi auðveldara með að standast mikið álag í lengri tíma. Og loks telja þeir að flest okkar hafi lítið að gera við greindarvísitölu yfir hundrað tuttugu og fimm, þar sem það nægi til að komast vel af í lífinu. Hærri greindarvísitölu þurfi í raun einungis til afreksverka. Einn efasemdarmaðurinn - kona - bendir raunar á að stundum hafi verið bent á að fleiri karlar en konur séu einhverfir og að hugsanlega séu tengsl á milli einhverfu og þeirrar sérkennilegu einbeitingar sem þurfi til að vera stærðfræðiséní eða stórmeistari í skák.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tónlist Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Lífið samstarf Fleiri fréttir Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Sjá meira