Bloggóð þjóð 26. ágúst 2005 00:01 Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Það er sennilega fulllangt gengið að segja að enginn sé maður með mönnum nema hann bloggi en það er örugglega óhætt að segja að þjóðin sé orðin bloggóð. 15 þúsund bloggsíður eru skráðar á fólk.is og 59 þúsund einstaklingar eru skráðir fyrir rúmlega 70 þúsund síðum á blog.central.is. Einhverjar síðanna eru væntanlega óvirkar en fjöldinn er eftir sem áður gríðarlegur, ekki síst í ljósi þess að þetta eru aðeins tveir af mörgum vettvöngum bloggara. Bloggin eru vissulega misjafnlega vinsæl en sum draga að hundruð lesenda dag hvern. Á lista yfir fjölsóttustu bloggsíður blog.central.is í gær mátti sjá að Írafár fanclub var með 812 innlit í efsta sæti, í öðru sæti var Room Service með 358 heimsóknir, og þá var klukkan ekki enn orðin þrjú. Sum blogg eru fréttnæmari en önnur. Þannig komst Sigmundur Sigurgeirsson, svæðisstjóri Ríkisútvarpsins á Suðurlandi, að því í fyrradag að það getur verið hættulegt að blogga. Sigmundur heldur úti bloggsíðu sem hann hélt sjálfur að aðeins hann og fáeinir nánir vinir vissu af. Hins vegar komust fjölmiðlar á snoðir um skrif hans þar sem hann fór hörðum orðum um eigendur Baugs og bankastjóra KB-banka. Í kjölfarið ákváðu fréttastjóri fréttastofu útvarps og forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins að honum skyldi ekki lengur treyst fyrir fréttaskrifum og óvíst er með framtíð hans hjá stofnuninni. Aðrir bloggarar komast kannski síður í fréttirnar en geta um margt verið áhugaverðir. Einn þeirra er rithöfundurinn Ágúst Borgþór Sverrisson sem heldur úti bloggsíðu þar sem fylgjast má með skrifum hans, störfum hans á auglýsingastofu, baráttunni við aukakílóin og skoðunum hans á fjölmiðlum og ýmsum dægurmálum. Annar rithöfundur sem gefur almenningi færi á að fylgjast með sér með þessum hætti er Viktor Arnar Ingólfsson sem skrifar reglulega um hvernig skriftirnar ganga, útgáfumál í útlöndum, hljóðbækurnar sem hann hlustar á og gengið í Reykjavíkurmaraþoninu. Svona væri lengi hægt að telja. Svo er auðvitað spurning hvað megi í raun lesa út úr þessu bloggæði þjóðarinnar. Hvers vegna er fólk að tjá sig á netinu um alls konar einkamál í bland við helstu áhugamál og álit sitt á helstu þjóðfélagsmálum? Hvað varð um þá tíma þegar fólk ritaði í dagbækur og geymdi þær á öruggum stað þar sem enginn komst í þær, jafnvel með einhvers konar lás? Spyr sá sem ekki veit og ekki bloggar, nema ef til vill megi telja þetta til bloggs, sem undirritaður telur þó víðsfjarri þar sem hvergi er minnst á einkamál viðkomandi og aðeins fjallað um eitt mjög afmarkað áhugamál. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun