Niður með Noreg, upp með markaðinn 24. ágúst 2005 00:01 Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. Þessi þrjú félög höfðu hækkað svo mikið í fyrra að það gat ekki verið annað en þessu linnti. Aurasálin ákvað að geyma peningana á tékkareikningi til þess að hægt yrði að losa þá út með skömmum fyrirvara ef ómótstæðileg tækifæri sköpuðust á markaðinum. Nú hefur komið í ljós að þetta var ekki heppileg ráðstöfun. Landsbankinn hefur hækkað um 77 prósent, Bakkavör um 70 prósent og FL Group um 66 prósent. Ákvörðun Aurasálarinnar um áramótin var því, svona eftir á að hyggja, ekki alveg eins góð eins og Aurasálin átti von á. Til þess að bæta gráu ofan á svart fór Aurasálin með fjölskyldu sína í sumarfrí til Noregs í júní og júlí. Fríið var mjög gott og það fór vel um fjölskyldu Aurasálarinnar í hlýlegum fjallakofanum með saunaklefanum og innisundlauginni þessa tvo mánuði. Ekki skemmdi heldur fyrir að það var stutt í stórborgina þar sem hægt var að finna verulega fína og flotta veitingastaði ef vel var leitað. Aurasálin er vön því að gæta vel að því að útgjöld heimilisins séu innan skynsamlegra marka en þegar maður er í sumarfríi hættir manni til að gleyma sér. Ekki hjálpaði það til að allir sem sáu Aurasálina á leigða Hummernum héldu umsvifalaust að þar færi iðjuhöldur af voldugustu gerð. Aurasálin gat því ekki látið sjá sig og fjölskyldu sína nema á allra fínustu stöðunum og þótt Aurasálin sé langt frá því að vera nánös þá var henni farið að blöskra þegar hún áttaði sig á því að kvöldmaturinn kostaði oftast á bilinu sjötíu til áttatíu þúsund. Nú líður að mánaðamótum og enn hefur verðbréfamarkaðurinn ekki hrunið. Aurasálin er reyndar sannfærð um að það hljóti að koma að því en í stað þess að bíða í ofvæni vonar Aurasálin að hrunið láti aðeins standa á sér. Þetta var nefnilega dýrt sumar fyrir Aurasálina og fríið í Noregi mun gera henni erfiðara en ella fyrir með að stökkva inn á hlutabréfamarkaðinn í nánustu framtíð. VISA-reikningarnir munu éta upp tékkareikninginn og gott betur en það! Aurasálin vill því koma því áleiðis til forstjóra Kauphallarinnar að hann haldi verðinu á íslenska markaðinum háu næstu átta til tíu mánuðina á meðan Aurasálin vinnur af sér yfidráttinn. Eftir það væri gott ef verð á bréfum færi lækkandi. Þá ætlar Aurasálin svo sannarlega að vera tilbúin og græða á tá og fingri! Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Um áramótin spáði Aurasálin því að úrvalsvísitalan myndi halda áfram að falla og fara niður fyrir þrjú þúsund stig fyrir haustið. Aurasálin losaði sig því við þau fáu hlutabréf sem hún átti, sérstaklega í Landsbankanum, Bakkavör og FL Group, og setti allt sitt beint inn á bankabók. Þessi þrjú félög höfðu hækkað svo mikið í fyrra að það gat ekki verið annað en þessu linnti. Aurasálin ákvað að geyma peningana á tékkareikningi til þess að hægt yrði að losa þá út með skömmum fyrirvara ef ómótstæðileg tækifæri sköpuðust á markaðinum. Nú hefur komið í ljós að þetta var ekki heppileg ráðstöfun. Landsbankinn hefur hækkað um 77 prósent, Bakkavör um 70 prósent og FL Group um 66 prósent. Ákvörðun Aurasálarinnar um áramótin var því, svona eftir á að hyggja, ekki alveg eins góð eins og Aurasálin átti von á. Til þess að bæta gráu ofan á svart fór Aurasálin með fjölskyldu sína í sumarfrí til Noregs í júní og júlí. Fríið var mjög gott og það fór vel um fjölskyldu Aurasálarinnar í hlýlegum fjallakofanum með saunaklefanum og innisundlauginni þessa tvo mánuði. Ekki skemmdi heldur fyrir að það var stutt í stórborgina þar sem hægt var að finna verulega fína og flotta veitingastaði ef vel var leitað. Aurasálin er vön því að gæta vel að því að útgjöld heimilisins séu innan skynsamlegra marka en þegar maður er í sumarfríi hættir manni til að gleyma sér. Ekki hjálpaði það til að allir sem sáu Aurasálina á leigða Hummernum héldu umsvifalaust að þar færi iðjuhöldur af voldugustu gerð. Aurasálin gat því ekki látið sjá sig og fjölskyldu sína nema á allra fínustu stöðunum og þótt Aurasálin sé langt frá því að vera nánös þá var henni farið að blöskra þegar hún áttaði sig á því að kvöldmaturinn kostaði oftast á bilinu sjötíu til áttatíu þúsund. Nú líður að mánaðamótum og enn hefur verðbréfamarkaðurinn ekki hrunið. Aurasálin er reyndar sannfærð um að það hljóti að koma að því en í stað þess að bíða í ofvæni vonar Aurasálin að hrunið láti aðeins standa á sér. Þetta var nefnilega dýrt sumar fyrir Aurasálina og fríið í Noregi mun gera henni erfiðara en ella fyrir með að stökkva inn á hlutabréfamarkaðinn í nánustu framtíð. VISA-reikningarnir munu éta upp tékkareikninginn og gott betur en það! Aurasálin vill því koma því áleiðis til forstjóra Kauphallarinnar að hann haldi verðinu á íslenska markaðinum háu næstu átta til tíu mánuðina á meðan Aurasálin vinnur af sér yfidráttinn. Eftir það væri gott ef verð á bréfum færi lækkandi. Þá ætlar Aurasálin svo sannarlega að vera tilbúin og græða á tá og fingri!
Aurasálin Á gráa svæðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira