Mannlausan bát rak upp í Aðalvík
Mannlausan bát rak upp í fjöru í Aðalvík í Ísafjarðardjúpi í nótt. Legufæri bátsins slitnaði með þeim afleiðingum að hann rak upp í fjöruna. Báturinn er talsvert skemmdur en björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði er á leið á vettvang ásamt björgunarmönnum.