Óvissuferðir með strætó Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 18. ágúst 2005 00:01 Í flestum þeim borgum sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við er auðvelt að komast ferða sinna með strætó. Jafnvel fyrir ferðamenn. Oftast þarftu ekki annað en rölta út að næstu strætóstoppistöð og þá sérðu strax hvar þú er staddur, hvenær næsti vagn kemur og hvert hann fer. Yfirleitt er kerfið svo vel upp sett að maður lendir ekki í nokkrum vandræðum. Maður þarf ekki einu sinni að fylgjast neitt sérstaklega vel með akstursleiðinni því nafnið á næstu stoppistöð er oft kallað upp í hátalarakerfi eða þá að það birtist á skjá í vagninum. Ég hef ferðast með strætó í ýmsum borgum og hvergi lent í vandræðum. Hins vegar lenti ég í mesta basli þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur og ætlaði að taka strætó úr Vesturbænum og upp í Breiðholt. Í strætóskýlinu sá ég ýmsar upplýsingar um ferðir strætó en samt gat ég ekki áttað mig á því hvaða vagn ég ætti að taka eða hvenær. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að stöðin sem ég var á hét ekki neitt. Ekki nóg með það að íslenskar strætóstoppistöðvar skuli upp til hópa vera nafnlausar heldur er tímataflan yfirleitt meingölluð. Á henni sérðu klukkan hvað vagninn fer frá ýmsum stórum stoppistöðvum en þú sérð hins vegar ekki klukkan hvað hann kemur á stöðina þína. Er það ekki dálítið undarlegt? Við sem þekkjum ágætlega til í Reykjavík getum reiknað í huganum hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á milli staða. En hvað með þá sem þekkja borgina lítið sem ekkert? Útlendingur getur rölt út af Hótel Sögu og tekið strætó í bæinn. Fyrir framan hótelið er stórt skýli og þar er stærðarinnar kort af leiðakerfi strætó. Á kortinu er hins vegar enginn punktur sem sýnir hvar maður er staddur og þar sem strætóstöðin heitir heldur ekki neitt þá er ansi erfitt að átta sig á staðsetningunni. Þegar komið er upp í vagninn er ekkert kort af leiðinni sem ekin er og hvorki skilti né upphrópun sem gefur til kynna hvar vagninn stoppar næst. Ferð með strætó fyrir útlendinga eða utanbæjarfólk getur því breyst í sannkallaða óvissuferð. Það getur vissulega verið spennandi en er kannski ekki endilega það sem óskað var eftir. Það vekur furðu að á sama tíma og strætókerfið er tekið til algjörrar endurskoðunar, leiðum breytt, tímasetningar lagaðar til og stoppistöðvar færðar skuli þetta einkennilega fyrirkomulag með nafnlausu strætóstoppistöðvunum enn vera við lýði. Það getur varla verið mikið vandamál að setja nafn á stöðvarnar. Eitthvað verða þær að heita! Þú þarft að vita hvar þú ert þegar þú tekur vagninn og eins þarftu að sjá einhverja merkingu sem gefur til kynna að þú sért kominn á áfangastað. Ósjálfrátt fer maður að velta því fyrir sér hvort strætókerfið sé eingöngu hannað fyrir þá sem kunna á það og þekkja staðhætti í borginni út og inn. Á Íslandi virðist fólk skiptast í tvo hópa. Þá sem taka strætó og þá sem taka aldrei strætó. Það eru sárafáir sem taka strætó endrum og eins. Annað hvort nýtir fólk sér þessa þjónustu eða ekki. Auðvitað getur maður sökkt sér niður í leiðakerfið, aflað sér upplýsinga og lært á kerfið – ef maður nennir. Það hlýtur samt að vera æskilegt að allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, geti stokkið upp í strætó af og til og komist á áfangastað án þess að þurfa að leggjast í mikla rannsóknarvinnu fyrst. Þegar maður röltir út á strætóstöð og ætlar taka strætó er þrennt sem maður þarf að vita: Hvar er ég? Klukkan hvað kemur næsti vagn og hvað heitir stöðin þar sem ég ætla úr? Þessar upplýsingar eru ekki til staðar í strætóskýlum borgarinnar. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í flestum þeim borgum sem við Íslendingar viljum bera okkur saman við er auðvelt að komast ferða sinna með strætó. Jafnvel fyrir ferðamenn. Oftast þarftu ekki annað en rölta út að næstu strætóstoppistöð og þá sérðu strax hvar þú er staddur, hvenær næsti vagn kemur og hvert hann fer. Yfirleitt er kerfið svo vel upp sett að maður lendir ekki í nokkrum vandræðum. Maður þarf ekki einu sinni að fylgjast neitt sérstaklega vel með akstursleiðinni því nafnið á næstu stoppistöð er oft kallað upp í hátalarakerfi eða þá að það birtist á skjá í vagninum. Ég hef ferðast með strætó í ýmsum borgum og hvergi lent í vandræðum. Hins vegar lenti ég í mesta basli þegar ég var nýflutt til Reykjavíkur og ætlaði að taka strætó úr Vesturbænum og upp í Breiðholt. Í strætóskýlinu sá ég ýmsar upplýsingar um ferðir strætó en samt gat ég ekki áttað mig á því hvaða vagn ég ætti að taka eða hvenær. Hvers vegna ekki? Jú vegna þess að stöðin sem ég var á hét ekki neitt. Ekki nóg með það að íslenskar strætóstoppistöðvar skuli upp til hópa vera nafnlausar heldur er tímataflan yfirleitt meingölluð. Á henni sérðu klukkan hvað vagninn fer frá ýmsum stórum stoppistöðvum en þú sérð hins vegar ekki klukkan hvað hann kemur á stöðina þína. Er það ekki dálítið undarlegt? Við sem þekkjum ágætlega til í Reykjavík getum reiknað í huganum hvað það tekur vagninn langan tíma að komast á milli staða. En hvað með þá sem þekkja borgina lítið sem ekkert? Útlendingur getur rölt út af Hótel Sögu og tekið strætó í bæinn. Fyrir framan hótelið er stórt skýli og þar er stærðarinnar kort af leiðakerfi strætó. Á kortinu er hins vegar enginn punktur sem sýnir hvar maður er staddur og þar sem strætóstöðin heitir heldur ekki neitt þá er ansi erfitt að átta sig á staðsetningunni. Þegar komið er upp í vagninn er ekkert kort af leiðinni sem ekin er og hvorki skilti né upphrópun sem gefur til kynna hvar vagninn stoppar næst. Ferð með strætó fyrir útlendinga eða utanbæjarfólk getur því breyst í sannkallaða óvissuferð. Það getur vissulega verið spennandi en er kannski ekki endilega það sem óskað var eftir. Það vekur furðu að á sama tíma og strætókerfið er tekið til algjörrar endurskoðunar, leiðum breytt, tímasetningar lagaðar til og stoppistöðvar færðar skuli þetta einkennilega fyrirkomulag með nafnlausu strætóstoppistöðvunum enn vera við lýði. Það getur varla verið mikið vandamál að setja nafn á stöðvarnar. Eitthvað verða þær að heita! Þú þarft að vita hvar þú ert þegar þú tekur vagninn og eins þarftu að sjá einhverja merkingu sem gefur til kynna að þú sért kominn á áfangastað. Ósjálfrátt fer maður að velta því fyrir sér hvort strætókerfið sé eingöngu hannað fyrir þá sem kunna á það og þekkja staðhætti í borginni út og inn. Á Íslandi virðist fólk skiptast í tvo hópa. Þá sem taka strætó og þá sem taka aldrei strætó. Það eru sárafáir sem taka strætó endrum og eins. Annað hvort nýtir fólk sér þessa þjónustu eða ekki. Auðvitað getur maður sökkt sér niður í leiðakerfið, aflað sér upplýsinga og lært á kerfið – ef maður nennir. Það hlýtur samt að vera æskilegt að allir, bæði Reykvíkingar og aðrir, geti stokkið upp í strætó af og til og komist á áfangastað án þess að þurfa að leggjast í mikla rannsóknarvinnu fyrst. Þegar maður röltir út á strætóstöð og ætlar taka strætó er þrennt sem maður þarf að vita: Hvar er ég? Klukkan hvað kemur næsti vagn og hvað heitir stöðin þar sem ég ætla úr? Þessar upplýsingar eru ekki til staðar í strætóskýlum borgarinnar. Þórgunnur Oddsdóttir - thorgunnur@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun