Neituðu öll sök 17. ágúst 2005 00:01 Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar, þau voru öll sammála þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. Fréttatilkynning frá stjórn Baugs Group hf.: Í tilefni þingfestingar á máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og fyrrverandi stjórnendum Baugs Group hf. vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri: Þó að Baugur Group sé þolandi hinna meintu brota hefur félagið, því miður, orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun á starfsemi sinni. Eigi að síður hefur Baugur Group, í samstarfi við aðra, tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfirvöld hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarverðmæti þeirra viðskipta 25.900 milljónum ISK. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50.400 milljónir ISK í Bretlandi, Íslandi og Danmörku. Í samstarfi við stjórnendur, helstu fagfjárfesta og stóra alþjóðlega banka hefur Baugur átt þátt í yfirtökum á Hamleys, Big Food Group, Oasis, Goldsmith?s, Julian Graves, Karen Millen, MK One, Rubicon, Jane Norman og Woodward í Bretlandi og á Magasin du Nord, Illum og Keops í Danmörku. Í dag er Baugur Group leiðandi á smásölumarkaði á Íslandi, leiðandi fjárfestir og söluaðili þekktra vörumerkja í Bretlandi og framsækinn fjárfestir á smásölumarkaðnum í Danmörku. Staða Baugs Group er sterkari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækjum starfa um það bil 51.000 starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum ISK hinn 31. desember 2004 og heildarvelta nemur 866 milljörðum ISK. Stjórn Baugs Group hefur leitað eftir álitsgerðum óháðra aðila, lögfræðinga, endurskoðenda og annarra rannsóknaraðila, til að skýra þau atvik sem leiddu til ákærunnar. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að forstjóri félagsins átti á öllum stundum innstæðu hjá félaginu á móti úttektum hans. Í ljósi niðurstaðna þessara aðila ítrekar stjórn félagsins stuðning sinn við forstjóra félagsins og aðra sakborninga. Baugur Group mun ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að fjárfesta í framsæknum og þekktum fyrirtækjum. Stjórn Baugs Group þakkar þann stuðning sem samstarfsaðilar félagsins, starfsmenn þess og einkanlega æðstu stjórnendur, sem hafa orðið að axla aukna byrði vegna þessa máls, hafa sýnt félaginu. Nú þegar málið er loks komið til meðferðar dómstóla væntir Baugur Group þess að geta einbeitt sér að því að byggja enn frekar upp rekstur fyrirtækja sinna og taka þátt í nýjum fjárfestingum. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar, þau voru öll sammála þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. Fréttatilkynning frá stjórn Baugs Group hf.: Í tilefni þingfestingar á máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum og fyrrverandi stjórnendum Baugs Group hf. vill stjórn félagsins koma eftirfarandi á framfæri: Þó að Baugur Group sé þolandi hinna meintu brota hefur félagið, því miður, orðið fyrir óhjákvæmilegri röskun á starfsemi sinni. Eigi að síður hefur Baugur Group, í samstarfi við aðra, tekið yfir rekstur samtals 13 fyrirtækja erlendis frá því að lögregluyfirvöld hófu rannsókn sína í ágúst 2002. Nemur heildarverðmæti þeirra viðskipta 25.900 milljónum ISK. Þar að auki hefur félagið fjárfest fyrir 50.400 milljónir ISK í Bretlandi, Íslandi og Danmörku. Í samstarfi við stjórnendur, helstu fagfjárfesta og stóra alþjóðlega banka hefur Baugur átt þátt í yfirtökum á Hamleys, Big Food Group, Oasis, Goldsmith?s, Julian Graves, Karen Millen, MK One, Rubicon, Jane Norman og Woodward í Bretlandi og á Magasin du Nord, Illum og Keops í Danmörku. Í dag er Baugur Group leiðandi á smásölumarkaði á Íslandi, leiðandi fjárfestir og söluaðili þekktra vörumerkja í Bretlandi og framsækinn fjárfestir á smásölumarkaðnum í Danmörku. Staða Baugs Group er sterkari en nokkru sinni fyrr. Hjá félaginu og tengdum fyrirtækjum starfa um það bil 51.000 starfsmenn í nokkrum löndum, hreinar eignir þess nema 480 milljörðum ISK hinn 31. desember 2004 og heildarvelta nemur 866 milljörðum ISK. Stjórn Baugs Group hefur leitað eftir álitsgerðum óháðra aðila, lögfræðinga, endurskoðenda og annarra rannsóknaraðila, til að skýra þau atvik sem leiddu til ákærunnar. Meðal niðurstaðna þessara rannsókna er að forstjóri félagsins átti á öllum stundum innstæðu hjá félaginu á móti úttektum hans. Í ljósi niðurstaðna þessara aðila ítrekar stjórn félagsins stuðning sinn við forstjóra félagsins og aðra sakborninga. Baugur Group mun ekki víkja frá þeirri stefnu sinni að fjárfesta í framsæknum og þekktum fyrirtækjum. Stjórn Baugs Group þakkar þann stuðning sem samstarfsaðilar félagsins, starfsmenn þess og einkanlega æðstu stjórnendur, sem hafa orðið að axla aukna byrði vegna þessa máls, hafa sýnt félaginu. Nú þegar málið er loks komið til meðferðar dómstóla væntir Baugur Group þess að geta einbeitt sér að því að byggja enn frekar upp rekstur fyrirtækja sinna og taka þátt í nýjum fjárfestingum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira