Ákærurnar flóknar og efnismiklar 13. ágúst 2005 00:01 Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira