Litið sé fram hjá heildarmyndinni 12. ágúst 2005 00:01 Breska blaðið The Guardian segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. The Guardian segir að fjörutíu ákæruatriðum í Baugsmálinu megi skipta í átta flokka. Nítján þeirra taka til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arkadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar eitt hundrað milljónir króna. The Guardian segir að blaðið hafið rannsakað pappírsslóðina í þessu máli. Því sýnist sem rannsakendurnir hafi litið fram hjá heildarmyndinni í hröðum vexti Baugs. Ákæruatriðin séu öll sett fram á besta lagamáli en orðalagið bendi til þess að lítið tillit hafi verið tekið til þess hraða sem einkenni alþjóðlega smásöluverslun í örum vexti. Blaðið segir að við lauslegan yfirlestur sýni ákæruskjalið dökka hlið á hinum ákærðu, sérstaklega Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Skjalið sé löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik, trúnaðarbrot og fleira í þeim dúr. Hvert kæruatriði fyrir sig hljómi skuggalega og virðist gefa tilefni til alvarlegrar rannsóknar. Samt virðist sem í öllum kæruatriðinum sé horft fram hjá hinum efnahagslega raunveruleika og að hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem kært er fyrir. The Guardian segir enn fremur að Jón Ásgeir og félagar hans séu ítrekað sakaðir um að hafa hagnast persónulega á kostnað Baugs. Hver ásökun út af fyrir sig gefi dökka mynd af hegðun hinna ákærðu. Þegar viðskiptin séu skoðuð í heild sinni hverfi hins vegar grunsemdirnar. Baugsmálið Erlent Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Breska blaðið The Guardian segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. The Guardian segir að fjörutíu ákæruatriðum í Baugsmálinu megi skipta í átta flokka. Nítján þeirra taka til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arkadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar eitt hundrað milljónir króna. The Guardian segir að blaðið hafið rannsakað pappírsslóðina í þessu máli. Því sýnist sem rannsakendurnir hafi litið fram hjá heildarmyndinni í hröðum vexti Baugs. Ákæruatriðin séu öll sett fram á besta lagamáli en orðalagið bendi til þess að lítið tillit hafi verið tekið til þess hraða sem einkenni alþjóðlega smásöluverslun í örum vexti. Blaðið segir að við lauslegan yfirlestur sýni ákæruskjalið dökka hlið á hinum ákærðu, sérstaklega Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Skjalið sé löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik, trúnaðarbrot og fleira í þeim dúr. Hvert kæruatriði fyrir sig hljómi skuggalega og virðist gefa tilefni til alvarlegrar rannsóknar. Samt virðist sem í öllum kæruatriðinum sé horft fram hjá hinum efnahagslega raunveruleika og að hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem kært er fyrir. The Guardian segir enn fremur að Jón Ásgeir og félagar hans séu ítrekað sakaðir um að hafa hagnast persónulega á kostnað Baugs. Hver ásökun út af fyrir sig gefi dökka mynd af hegðun hinna ákærðu. Þegar viðskiptin séu skoðuð í heild sinni hverfi hins vegar grunsemdirnar.
Baugsmálið Erlent Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira