Gott efni sem fer til spillis 9. ágúst 2005 00:01 Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í VISA-bikarnum þetta árið fóru fram í síðustu viku og báðir voru þeir líflegir og skemmtilegir. Ríkissjónvarpið á útsendingarréttinn á bikarkeppninni og sýndi báða leikina í beinni. Þetta var í fyrsta skipti sem stöðin nýtir sér þennan rétt sinn í sumar og þetta voru fyrstu innlendu knattspyrnuleikirnir sem RÚV sýnir í beinni á árinu. Á þessum útsendingum sást skýrt og greinilega hvað sjónvarpsstöðin Sýn er komin langt á undan RÚV í beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Leikirnir tveir voru gæðaefni að öllu leyti og höfðu allt sem prýða þarf skemmtilega knattspyrnuveislu. Það er því synd að sjá hvað RÚV matreiddi þetta efni með slökum hætti. Fyrri leikurinn var viðureign FH og Fram en sá leikur var æsispennandi, stórskemmtilegur og fullur af dramatík. FH-ingar hafa verið óstöðvandi í sumar en í þessum leik tókst Frömurum með glæsilegri endurkomu að fá leikinn í framlengingu og úrslitin réðust síðan í vítaspyrnukeppni þar sem Fram vann óvæntan sigur. Strax eftir síðustu vítaspyrnuna var útsendingunni rofið til að hleypa að fréttum. Á jafn snöggan hátt og útsending hófst var henni skyndilega lokið. Engu púðri var eytt í það að sýna frá gríðarlegum fagnaðarlátum Framara eftir að hafa tekist það sem enginn reiknaði með og vonbrigðum FH-inga sem aldrei hafa hampað bikarmeistaratitlinum og töpuðu niður tveggja marka forskoti. Að sama skapi var litlu púðri eytt í upphitun fyrir leikinn. Þetta er svo stór hluti af þessu öllu að það má ekki sleppa því. Tímaskortur er engin afsökun. Við erum bara að tala um nokkrar mínútur sem skipta rosalega miklu máli. Bikarkeppnin er of gott sjónvarpsefni til að láta það fara til spillis. Ef RÚV getur með engu móti sinnt bikarkeppninni betur þá verður bara að finna henni annað heimili. Það er líka óskiljanlegt að ekki hafi verið búið að sýna fleiri bikarleiki áður en kom að undanúrslitunum. Það eru margir aðrir hlutir sem hægt er að setja spurningamerki við varðandi þessar útsendingar RÚV. Grafíkin var ekki upp á marga fiska og það vantaði algjörlega skilti sem gat táknað vítaspyrnukeppnina með skýrum hætti. Endursýningarnar voru oft fyrir neðan allar hellur og sjónarhornin slæm. Í leik Fram og FH komu upp tvö mjög vafasöm atriði hvað varðar rangstöður en í endursýningum var ekki með nokkru móti hægt að fá úrskurðað hið rétta í málinu, allar endursýningarnar voru í jarðhæð og í of mikilli nálægð. Lýsandinn í umræddum leik var sá hlutdrægasti sem mögulega var hægt að finna, bróðir annars þjálfarans og stuðningsmaður og fyrrverandi leikmaður hins liðsins. Báðir undanúrslitaleikirnir voru stórskemmtilegir og leiðinlegt að ekki var hægt að gera þeim betri skil. Hvort sem það er áhugi, metnaður, tími, reynsla, tæknibúnaður, peningar eða eitthvað annað sem vantar þá er hægt að gera betur. Elvar Geir Magnússon - elvargeir@frettabladid.is
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar