Luxemburgo fær nóg 9. júlí 2005 00:01 Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Miklar vangaveltur hafa verið uppi um framtíð nokkurra leikmanna Real Madrid á síðustu vikum og mánuðum og svo virðist sem knattspyrnustjóranum brasilíska þyki nóg komið af svo góðu. Fjölmiðlar hafa velt fyrir sér framtíð þeirra Luis Figo, Guti og Michael Owen, því þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa á einhverjum tímapunkti gagnrýnt þá ákvörðun stjórans að láta þá verma varamannabekk liðsins.Michael Owen var kannski skiljanlega hissa á að fá ekki fleiri tækifæri í byrjunarliðinu í fyrra, því að markaskorun hans miðað við leiknar mínútur var með afbrigðum góð. Talið var líklegt að Owen myndi því íhuga að koma aftur til Englands í ár, því ekki hefur staðið á áhuga félaga í heimalandi hans, auk þess sem leikmaðurinn vill að sjálfsögðu fá næg tækifæri til að tryggja sig í enska landsliðið sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi næsta sumar. Wanderlei Luxemburgo hefur nú tekið af allan vafa með framtíð leikmannanna. "Ef menn ætla að vera í hópnum með það fyrir augum að vera alltaf í byrjunarliðinu, verða þeir einfaldlega að leita eitthvert annað. Við kaupum leikmenn til Real Madrid til að vera partur af leikmannahópi liðsins, ekki til að byrja alltaf inn á. Það eru endalausar vangaveltur í gangi með Michael Owen og menn tala sífellt um að hann sé á leið frá félaginu. Málið er einfalt, hann er samningsbundinn Real, alveg eins og Luis Figo og hvort þeir byrja inn á eða ekki hefur ekkert með málið að gera," sagði Luxemburgo, sem undirstrikaði jafnframt hver það væri sem réði hlutunum. "Það er ég sem ræð því hverjir eru í liðinu hverju sinni og ef ég tel að menn eigi ekki að vera í liðinu, eru þeir ekki í liðinu. Guti talaði um að hann væri ósáttur við að fá ekki að spila meira og talaði um að fara frá liðinu. Hann hefði átt að hætta að tala um það og gera eitthvað í því í staðinn, en staðreyndin er bara sú að hann fann ekkert lið sem vildi hann, þannig að honum væri hollast að hafa sig hægan," sagði Luxemburgo ákveðinn og greinilegt er að hann ætlar ekki að láta leikmenn sína spila með sig. Miðað við þessar yfirlýsingar knattspyrnustjórans gæti framtíð Michaels Owen hjá Real verið nokkuð óljós, því með tilkomu enn eins framherjans, ungstirnisins Robinho, er ljóst að samkeppnin um framherjastöðurnar í liðinu verður enn harðari en hún var á síðustu leiktíð. Þetta hefur einnig orðið til þess að kveikja aftur í orðrómi þess efnis að Owen snúi aftur til Englands og hafa Arsenal, Chelsea og gamla félagið hans Liverpool, öll verið nefnd til sögunnar í þeim efnum.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira