Gill unir skyrslettudómi 1. júlí 2005 00:01 Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Paul Gill, einn þremenningana sem slettu skyri á álráðstefnu á Hótel Nordica, var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Bótakröfu flugleiðahótela var vísað frá dómi. Gill ætlar ekki að áfrýja dómnum. Gill játaði í gær að hafa framið húsbrot og stórfelld eignaspjöll en lýsti yfir óánægju með bótakröfu Hótel Nordica, sem var um 2,8 milljónir króna, enda væru skemmdirnar á hótelinu ekki jafnmiklar og haldið væri fram af forsvarsmönnum þess. Hann hefur því vafalaust verið sáttur þegar dómur var kveðinn í málinu í dag þar sem kröfunum var vísað frá. Honum var þó gert að greiða 200 þúsund krónur fyrir allan sakarkostnað. Gill ákvað að áfrýja ekki dóminum og jafnvel eftir að honum var gerð grein fyrir lögbundnum rétti sínum til frests ákvað hann að una niðurstöðunni. Honum var sýnilega létt þegar dómurinn féll og því er óhætt að segja að niðurstaðan sé sigur fyrir mótmælendurna. Gill vildi ekkert tjá sig þegar hann gekk út úr dómsalnum, hvorki um álit sitt á dómnum, frekari mótmælaaðgerðir, né nokkuð annað sem fréttamenn spurðu hann að. Haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin fellur tveggja mánaða fangelsisdómurinn niður. Arna Ösp Magnúsardóttir, sem sletti skyrinu með Gill og Ólafi Páli Sigurðssyni, hefur verið við Kárahnjúka undanfarna daga en hún var mætt í héraðsdóm í hádeginu. Hún vildi líkt og Gill ekkert tjá sig um dóminn né framhaldið þegar viðbragða hennar var leitað. Stuttu síðar gerði fréttamaður aðra tilraun til þess að fá viðbrögð frá Örnu og Gill fyrir utan héraðsdóm, en enn án árangurs. Þau sögðust hvorki vilja tjá sig um dóminn, né það hvort leiðin lægi nú upp á Kárahnjúka þar sem mótmælendur hafa komið upp tjaldbúðum. Ákæran gegn Gill var skilin frá ákærum Örnu og Ólafs Páls en málið gegn þeim verður tekið fyrir í næstu viku.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira