Innlent

Sex ákærðir í Baugsmálinu

Sex hafa verið ákærðir í Baugsmálinu: Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jónsson, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, og tveir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum. Jónatan Þórmundsson lagaprófessor vann lögfræðilega álitsgerð í tilefni af lögreglurannsókninni fyrir lögmenn Baugs og telur litlar líkur á að sakfellt verði fyrir auðgunarbrot. Hann minnist á ýmsar hugleiðingar á réttarúrræðum og -kröfum, þar á meðal að Baugur fari í skaðabótamál gegn ríkinu. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs, hefur sent ríkislögreglustjóra bréf þar sem hann gagnrýnir meðal annars hversu lengi rannsóknin hefur staðið yfir og segir fyrirtækið hafa tapað milljörðum króna á rannsókninni. Í tilkynningu frá Baugi segir að í ljósi afdráttarlausrar niðurstöðu í lögfræðilegri álitsgerð Jónatans Þórmundssonar prófessors í málinu, þar sem niðurstaðan er sakborningum í hag auk þess sem Jónatan geri alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, mun fyrirtækið krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna þess tjóns sem Baugur "hefur orðið fyrir af völdum lögreglunnar". Hefur Hákoni Árnasyi hrl. og starfsmönnum hans hjá lögfræðifirmanu LOGOS verið falið að annast um þann málarekstur fyrir hönd félagsins og er undirbúningur málshöfðunar þegar hafinn. Fréttatilkynning frá Baugi vegna lögreglurannsóknar.pdf



Fleiri fréttir

Sjá meira


×