Bláar stöðvar fyrir Íslendinga 27. júní 2005 00:01 Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa aðgang að klámi. Eftir að heimilin netvæddust í stórum stíl er auðveldlega hægt að nálgast klámefni ef vilji er fyrir hendi. Hægt að fá það frítt og kaupa sig inn á síður með kreditkortum. Nú þegar Skjár einn ætlar að bjóða áhorfendum sínum möguleika á að nálgast efni frá sjónvarpsstöðinni Playboy hljóta að vakna spurningar um hvort klám sé að verða viðurkennd afþreyingarvara og hvort verið sé að slaka á klónum hvað varðar viðurlög við dreifingu á klámi. Playboy-stöðin verður önnur erótíska afþreyingarstöðin sem verður í boði fyrir Íslendinga en fyrir er Private Blue á Digital Ísland. Samkvæmt lögum er dreifing kláms bönnuð. Hvað er klám? Hlýtur því að vera fyrsta spurningin. Í íslensku orðabókinni sem Edda gaf út árið 2002 er klám skilgreint svo: Málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi. Ef hið fyrra er skoðað má spyrja sig hvort eitthvað af þeirri tónlist sem spiluð er á Popp Tíví sé ekki að hluta til klám? Tónlistarmaðurinn 50 Cent er mjög vinsæll á þeirri stöð og þegar rýnt er í texta hans má sjá að það sem hann párar niður á blað gæti þess vegna verið handrit að alvöru klámmynd: wanna unbutton your pants just a lil bit Take 'em off and pull 'em down just a lil bit Get to kissin' and touchin' a lil bit Get to lickin' and -- a lil bit Það dylst hvað 50 cent vill gera í þessu lagi. Annað lag sem hefur verið vinsælt og var víst notað í íslenskri fegurðarsamkeppni er Candy Shop: I'll take you to the candy shop I'll let you lick the lollypop Go 'head girl, don't you stop Keep going 'til you hit the spot Fyrir þá sem ekki vissu þýðir Candy Shop á slangri rappara hóruhús. Því var hálf "klámfengið" að sjá ungar íslenskar stelpur dansa við lag sem fjallaði um það sem fer fram innan veggja hóruhúss. Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar eru textar 50 cent klám. Vissulega falið á bak við tónlist, klám engu síður. Ef hið seinna í skilgreiningu orðabókarinnar er skoðað falla myndbönd 50 cent einnig undir þann hatt að vera klám að mínu mati. Margir halda því fram að klám sé ofbeldi gagnvart konum. Þar séu þær vanvirtar og líkami þeirra notaður sem söluvara. Þær konur sem leiki í klámmyndum séu ekkert annað en "kynlífsþrælar". Klám eigi því að vera bannvara sem fólk eigi ekki að geta valið um að fá að sjá. Aðrir segja klámmyndaleikkonur hafa valið sér þennan starfsferil og ekki megi taka það val frá þeim. Að hafa vit fyrir þeim væri kvenfyrirlitningin. Klám sé bara enn einn anginn af afþreyingariðnaðinum, líkt og ofbeldismyndir eða ástarmyndir. Taka verður fullt tillit til þessara raka. Höfum við rétt á því að taka valfrelsið af fólki sem vill leika í klámmyndum? Eða álítum við framleiðslu kláms rangan hlut og hana eigi að stöðva? Það hlýtur að teljast umhugsunarefni að íslenskar sjónvarpsstöðvar ýta undir dreifingu efnis frá þessum framleiðendum sem þegar er orðið nógu aðgengilegt. Þó að klám sem er sýnt er á þessum stöðvum sé ekki "gróft", þá eru það á mjög gráu svæði. Íslenskar stöðvar sem hafa ákveðið að njóta þjónustu klámframleiðenda verða því að taka afstöðu til kláms. Samþykkja þær framleiðslu þess í hvaða mynd sem er eða hafa þær búið til sína eigin skilgreiningu á því hvað klám er? Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar