100 ár frá því að fyrsta loftskeytið barst hingað til lands 26. júní 2005 00:01 Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Eitt hundrað ár eru liðin í dag frá því að fyrsta loftskeytið barst til Íslands. Þennan dag komst landið í daglegt fréttasamband við útlönd. Slík skeytasending markaði jafnframt mikil þáttaskil því þá urðu frjáls fjarskipti að veruleika hér á landi. Loftskeytið barst frá Poldhu í Cornwall á Englandi til loftskeytastöðvar Marconi's Wireless Telegraph Company á Rauðará í Reykjavík (nú Höfði). Þessara tímamóta var minnst við Höfða í dag þegar afhjúpaður var minnisvarði um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðann. Við athöfnina flutti Örn Orrason framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs Og Vodafone ávarp. Þá fjallaði Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi. Oddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarðann. Loks brá Gunnar Hansson, leikari, sér í gervi loftskeytamanns frá upphafi 20. aldar og las upp fyrstu skeytin sem hingað bárust. Loftskeytasendingar á vegum Marconi félagsins hingað til lands vöktu mikla athygli meðal bæjarbúa Reykjavíkur og víðar. Fréttum sem bárust með þessari tækni var dreift í fregnmiða frá blöðunum Ísafold og Fjallkonunni. "Aldrei hefur íbúum höfuðstaðarins fundist meira um nokkurn viðburð. Miðarnir, rauðir að lit, voru festir upp víðsvegar um bæinn. Þar fylltist óðara af fólki að lesa hina miklu nýjung, orðin sem flogið höfðu, hvert um sig eða merki um sig, annan eins veg og nærri því 4 sinnum allt Ísland endilangt á 1/1600 parti úr sekúndu."(Ísafold 1. júlí 1905)Hinn sögulegasti atburður Þá segir að fólk hafi streymt í afgreiðslu blaðanna allan daginn til þess að fá fregnmiðana í hendur. "Allir fundu að hér hafði gerst hinn sögulegasti atburður sem dæmi eru til á þessu landi í margar aldir. Landið komið loks í það sem kalla mætti lífrænt samband við umheiminn. Hólmanum var allt í einu kippt fast að hlið að heimsins höfuðbóli, hinni frægustu byggð og blómlegustu á öllum hnettinum."(Ísafold 1. júlí 1905) Loftskeytastöðin var rekin með góðum árangri fram til haustsins 1906 en þá höfðu íslensk stjórnvöld gert samning um ritsíma við Stóra norræna ritsímafélagið í Kaupmannhöfn. Þá var loftskeytastöðinni gert að hætta starfsemi. Umboðsmaður Marconi félagsins hér á landi á þessum tíma var Einar Benediktsson. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1998 sem samkeppni í fjarskiptaþjónustu varð að veruleika hér á landi þegar farsímafélagið Tal (síðar Og Vodafone) hóf formlega starfsemi.Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, fjallaði um upphaf fjarskipta á Íslandi, Marconi félagið og Einar Benediktsson, sem var umboðsmaður þess hér á landi.MYND/VísirOddur Benediktsson, barnabarn Einars Benediktssonar, afhjúpaði minnisvarða um skeytasendingar Marconi félagsins. Og Vodafone gaf og lét reisa minnisvarðannMYND/Vísir
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira