Taka gagnrýninni ekki illa 18. júní 2005 00:01 Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi meðal annars um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í þjóðhátíðarávarpi sínu í gær. Þar sagði hann. „Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ Ari segir Samtök atvinnulífsins hafa fjallað um hugtakið „samfélagslega ábyrgð fyrirtækja“ og það sé grundvallaratriði í viðhorfi samtakanna að það sem sé umfram að fylgja lögum og reglum verði að vera á sjálfviljugum grundvelli. „En það góða er að í markaðsumhverfinu leiðir sókn fyrirtækjanna eftir árangri þau áfram á ýmsum þessara sviða. Auðvitað fjölga menn til dæmis störfum vegna þess að þeir vilja stofna til umsvifa sem eru arðsöm og menn leggja í rannsóknir og þróun með von um árangur, þó það taki auðvitað oft langan tíma og um kostnaðarsöm verkefni sé að ræða,“ segir Ari. Forsætisráðherra sagði jafnframt að ríkisstjórnin vildi samstarf um þetta og að hún vildi skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem ekki eru til í dag. Aðspurður hvort boðinu um samstarf á þessum vettvangi sé fagnað segist Ari telja að þetta þurfi að vera á frjálsum grundvelli. Þetta ráðist af því hvað einstök fyrirtæki vilji gera og þau sjái sér sem betur fer hag í því að hafa mikil og jákvæð samskipti við sitt samfélagslega umhverfi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Það sem fyrirtæki leggja til samfélagsins, fyrir utan skatta og skyldur og að fara eftir lögum og reglum, verður að vera á sjálfviljugum grundvelli, segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir forsætisráðherra hafa orðað hlutina á sinn hátt í hátíðarræðu sinni í gær og að samtökin hafi ekkert við það að athuga. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi meðal annars um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja í þjóðhátíðarávarpi sínu í gær. Þar sagði hann. „Fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð, sérstaklega gagnvart starfsmönnum. Þeim ber að nýta hagnað til að byggja upp. Það er eðlilegt að þau taki þátt í mikilvægum málum á sviði menningar og velferðar. Þeim ber ekki síst að leggja fram fjármuni til að efla nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi. Þar geta þau lagt meira af mörkum, ekki síst stærstu fjármálafyrirtæki landsins.“ Ari segir Samtök atvinnulífsins hafa fjallað um hugtakið „samfélagslega ábyrgð fyrirtækja“ og það sé grundvallaratriði í viðhorfi samtakanna að það sem sé umfram að fylgja lögum og reglum verði að vera á sjálfviljugum grundvelli. „En það góða er að í markaðsumhverfinu leiðir sókn fyrirtækjanna eftir árangri þau áfram á ýmsum þessara sviða. Auðvitað fjölga menn til dæmis störfum vegna þess að þeir vilja stofna til umsvifa sem eru arðsöm og menn leggja í rannsóknir og þróun með von um árangur, þó það taki auðvitað oft langan tíma og um kostnaðarsöm verkefni sé að ræða,“ segir Ari. Forsætisráðherra sagði jafnframt að ríkisstjórnin vildi samstarf um þetta og að hún vildi skapa til þess nauðsynlegan farveg í formi öflugra sjóða sem ekki eru til í dag. Aðspurður hvort boðinu um samstarf á þessum vettvangi sé fagnað segist Ari telja að þetta þurfi að vera á frjálsum grundvelli. Þetta ráðist af því hvað einstök fyrirtæki vilji gera og þau sjái sér sem betur fer hag í því að hafa mikil og jákvæð samskipti við sitt samfélagslega umhverfi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira