Segir DV á gráu svæði 31. maí 2005 00:01 Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir DV á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að DV hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk. Í bréfi sem Sigurður Guðmundsson landlæknir skrifaði ritstjóra DV kemur fram að blaðið hafi farið langt yfir þau mörk sem flestir virði um sjúklinga og einkamál þeirra, en DV birti frétt um Íslending sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. DV birti mynd af manninum sem og nafn hans og segir landlæknir að í lögum um réttindi sjúklinga sé lögð rík áhersla á þagnarskyldu heilbrigðisstétta og almenn siðferðiskennd segi flestum að hið sama gildi um almenning. Aðspurður hvort í einhverjum tilvikum sé leyfilegt að greina frá upplýsingum sem þessum segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður að þarna vegist á tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífsins. Sjúkraupplýsingar þyki með viðkvæmustu persónuupplýsingum og það sé sérstaklega tekið fram í lögum um persónuvernd. Menn verði því að fara afar varlega í að greina frá veikindum fólks eða einhverju úr sjúkrasögu þess. Atli segir aðspurður að í raun skipti ekki máli hver eigi í hlut. Menn hafi verið dæmdir fyrir ummæli og að birta fréttir sem þessa, en það kallist að fremja ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi einstaklingi og menn geti orðið bæði skaðbóta- og miskabótaskyldir fyrir þær sakir. Fordæmi séu í Hæstarétti fyrir því. Atli þorir ekki að segja til um hvort DV myndi tapa ef viðkomandi færi í mál við blaðið en hann segir þó að það kæmi ekki á óvart. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður segir DV á gráu svæði með að hafa birt nafn og myndir af Íslendingi sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. Með hliðsjón af persónuvernd sé hugsanlegt að DV hafi brotið lög. Landlæknir telur blaðið hafa farið yfir velsæmismörk. Í bréfi sem Sigurður Guðmundsson landlæknir skrifaði ritstjóra DV kemur fram að blaðið hafi farið langt yfir þau mörk sem flestir virði um sjúklinga og einkamál þeirra, en DV birti frétt um Íslending sem liggur þungt haldinn á spítala vegna hermannaveiki. DV birti mynd af manninum sem og nafn hans og segir landlæknir að í lögum um réttindi sjúklinga sé lögð rík áhersla á þagnarskyldu heilbrigðisstétta og almenn siðferðiskennd segi flestum að hið sama gildi um almenning. Aðspurður hvort í einhverjum tilvikum sé leyfilegt að greina frá upplýsingum sem þessum segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður að þarna vegist á tjáningarfrelsið og friðhelgi einkalífsins. Sjúkraupplýsingar þyki með viðkvæmustu persónuupplýsingum og það sé sérstaklega tekið fram í lögum um persónuvernd. Menn verði því að fara afar varlega í að greina frá veikindum fólks eða einhverju úr sjúkrasögu þess. Atli segir aðspurður að í raun skipti ekki máli hver eigi í hlut. Menn hafi verið dæmdir fyrir ummæli og að birta fréttir sem þessa, en það kallist að fremja ólögmæta meingerð gagnvart viðkomandi einstaklingi og menn geti orðið bæði skaðbóta- og miskabótaskyldir fyrir þær sakir. Fordæmi séu í Hæstarétti fyrir því. Atli þorir ekki að segja til um hvort DV myndi tapa ef viðkomandi færi í mál við blaðið en hann segir þó að það kæmi ekki á óvart.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira