Sagði eiginkonu hafa viljað deyja 27. maí 2005 00:01 Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira
Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í morgun. Magnús Einarsson játaði við yfirheyrslur að hafa orðið eiginkonu sinni að bana en hann er ákærður fyrir að hafa brugðið þvottasnúru um háls hennar og þrengt að með þeim afleiðingum að hún lést af völdum kyrkingar. Magnús lýsti m.a. fyrir dómi síðustu helgi þeirra hjóna saman ásamt tveimur ungum börnum þeirra en fram kom að þau hefðu staðið í skilnaði og höfðu reynt að leita sátta með aðstoð prests. Magnús sagði frá því að eiginkona sín hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið honum ótrú í töluverðan tíma og að sér hefði liðið mjög illa. Hann sagðist hafa brugðist við þeim tíðindum með hræðslu og mikilli vanlíðan en hann hefði þó ekki verið reiður. Síðustu helgi þeirra saman hefði hann talið samband þeirra frekar gott en að hann hefði síðan skynjað að hún væri að segja ósatt þegar hún hefði tjáð honum að hún hitti ekki lengur aðra menn. Magnús sagði að síðasta kvöld þeirra saman, eða aðfaranótt 1. nóvember síðastliðinn, þegar þau hefðu ákveðið að vera saman á heimili þeirra í Hamraborg í Kópavogi, hefði hún komið með þvottasnúru um hálsinn í rúmið til hans þar sem hann hefði verið hálfsofandi og beðið hann um að hjálpa sér að deyja þar sem sér liði svo illa, en hann sagði að hún hefði viðurkennt fyrir sér að hafa verið með öðrum manni fyrr um kvöldið. Þá sagðist Magnús fyrir dómnum hafa brugðist við með svo mikilli hræðslu að hann hefði gripið í þvottasnúruna og hert að hálsi hennar en ekki gert sér grein fyrir því hvað hefði gerst fyrr en töluverðu síðar. Fram kom í máli saksóknara að samkvæmt áverkavottorði hefðu verið áverkar á líkinu af eiginkonunni eftir hendur en ekki eingöngu þvottasnúru. Magnús sagðist ekki hafa hugsað rökrétt eftir hinn voveiflega atburð, hann hefði fyrst hringt í prest en ekki dottið strax í hug að hringja í lögregluna. Brotið sem hann er ákærður fyrir varðar allt að ævilöngu fangelsi. Af hálfu barna hjónanna er krafist 14 milljóna króna í skaðabætur en auk þess krefjast foreldrar hinnar látnu þriggja milljóna króna í skaðabætur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Sjá meira