Grótta og KR slíta samstarfinu 20. maí 2005 00:01 Það munaði litlu að samstarfinu hefði verið slitið fyrir ári síðan og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið í gær og rifti samningum. Seltirningar hyggjast senda lið til keppni í meistaraflokki karla og kvenna næsta vetur en KR mun eingöngu halda úti unglingastarfi þó aldrei sé að vita nema þeir sendi meistaraflokka til keppni eftir eitt til tvö ár. "Það er búinn að vera vilji aðalstjórnar nokkuð lengi að slíta þessu samstarfi en þeir hafa hægt og sígandi flæmt í burtu þá sem hafa viljað halda þessu gangandi," sagði Björgvin Barðdal, fyrrverandi varaformaður deildarinnar, en hann var heyranlega mjög svekktur með endalok samstarfsins sem hann kom meðal annars á koppinn.Allir leikmenn félagsins í karla- og kvennaflokki eru því á lausu og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki líklegt að margir þeirra verði áfram í herbúðum félagsins. Kristinn Björgúlfsson er farinn til Noregs, markvörðurinn Hlynur Morthens er orðaður við HK og Fylki, hornamaðurinn David Kekelia er á leið til Stjörnunnar á ný og Brynjar Hreinsson er í viðræðum við Val. Það er því lítið eftir. Sömu sögu er að segja af kvennaliðinu en nánast allt byrjunarlið félagsins ku vera á förum."Aðalstjórn Gróttu hefur hafnað öllum þeim formönnum sem við höfum stungið upp á og þar á meðal Ásgeiri Jónssyni. Hann var greinilega ekki nógu fínn pappír fyrir þá," sagði Björgvin fúll. "Ég er mjög ósáttur við að samstarfinu sé slitið enda hefur þetta verið barnið mitt. Mér finnst það vera synd að glata því sem búið var að byggja upp. Það var allt til staðar og félagið var þar að auki skuldlaust." Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira
Það munaði litlu að samstarfinu hefði verið slitið fyrir ári síðan og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið í gær og rifti samningum. Seltirningar hyggjast senda lið til keppni í meistaraflokki karla og kvenna næsta vetur en KR mun eingöngu halda úti unglingastarfi þó aldrei sé að vita nema þeir sendi meistaraflokka til keppni eftir eitt til tvö ár. "Það er búinn að vera vilji aðalstjórnar nokkuð lengi að slíta þessu samstarfi en þeir hafa hægt og sígandi flæmt í burtu þá sem hafa viljað halda þessu gangandi," sagði Björgvin Barðdal, fyrrverandi varaformaður deildarinnar, en hann var heyranlega mjög svekktur með endalok samstarfsins sem hann kom meðal annars á koppinn.Allir leikmenn félagsins í karla- og kvennaflokki eru því á lausu og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki líklegt að margir þeirra verði áfram í herbúðum félagsins. Kristinn Björgúlfsson er farinn til Noregs, markvörðurinn Hlynur Morthens er orðaður við HK og Fylki, hornamaðurinn David Kekelia er á leið til Stjörnunnar á ný og Brynjar Hreinsson er í viðræðum við Val. Það er því lítið eftir. Sömu sögu er að segja af kvennaliðinu en nánast allt byrjunarlið félagsins ku vera á förum."Aðalstjórn Gróttu hefur hafnað öllum þeim formönnum sem við höfum stungið upp á og þar á meðal Ásgeiri Jónssyni. Hann var greinilega ekki nógu fínn pappír fyrir þá," sagði Björgvin fúll. "Ég er mjög ósáttur við að samstarfinu sé slitið enda hefur þetta verið barnið mitt. Mér finnst það vera synd að glata því sem búið var að byggja upp. Það var allt til staðar og félagið var þar að auki skuldlaust."
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sjá meira