Grótta og KR slíta samstarfinu 20. maí 2005 00:01 Það munaði litlu að samstarfinu hefði verið slitið fyrir ári síðan og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið í gær og rifti samningum. Seltirningar hyggjast senda lið til keppni í meistaraflokki karla og kvenna næsta vetur en KR mun eingöngu halda úti unglingastarfi þó aldrei sé að vita nema þeir sendi meistaraflokka til keppni eftir eitt til tvö ár. "Það er búinn að vera vilji aðalstjórnar nokkuð lengi að slíta þessu samstarfi en þeir hafa hægt og sígandi flæmt í burtu þá sem hafa viljað halda þessu gangandi," sagði Björgvin Barðdal, fyrrverandi varaformaður deildarinnar, en hann var heyranlega mjög svekktur með endalok samstarfsins sem hann kom meðal annars á koppinn.Allir leikmenn félagsins í karla- og kvennaflokki eru því á lausu og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki líklegt að margir þeirra verði áfram í herbúðum félagsins. Kristinn Björgúlfsson er farinn til Noregs, markvörðurinn Hlynur Morthens er orðaður við HK og Fylki, hornamaðurinn David Kekelia er á leið til Stjörnunnar á ný og Brynjar Hreinsson er í viðræðum við Val. Það er því lítið eftir. Sömu sögu er að segja af kvennaliðinu en nánast allt byrjunarlið félagsins ku vera á förum."Aðalstjórn Gróttu hefur hafnað öllum þeim formönnum sem við höfum stungið upp á og þar á meðal Ásgeiri Jónssyni. Hann var greinilega ekki nógu fínn pappír fyrir þá," sagði Björgvin fúll. "Ég er mjög ósáttur við að samstarfinu sé slitið enda hefur þetta verið barnið mitt. Mér finnst það vera synd að glata því sem búið var að byggja upp. Það var allt til staðar og félagið var þar að auki skuldlaust." Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Sjá meira
Það munaði litlu að samstarfinu hefði verið slitið fyrir ári síðan og aðalstjórn Gróttu gekk alla leið í gær og rifti samningum. Seltirningar hyggjast senda lið til keppni í meistaraflokki karla og kvenna næsta vetur en KR mun eingöngu halda úti unglingastarfi þó aldrei sé að vita nema þeir sendi meistaraflokka til keppni eftir eitt til tvö ár. "Það er búinn að vera vilji aðalstjórnar nokkuð lengi að slíta þessu samstarfi en þeir hafa hægt og sígandi flæmt í burtu þá sem hafa viljað halda þessu gangandi," sagði Björgvin Barðdal, fyrrverandi varaformaður deildarinnar, en hann var heyranlega mjög svekktur með endalok samstarfsins sem hann kom meðal annars á koppinn.Allir leikmenn félagsins í karla- og kvennaflokki eru því á lausu og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki líklegt að margir þeirra verði áfram í herbúðum félagsins. Kristinn Björgúlfsson er farinn til Noregs, markvörðurinn Hlynur Morthens er orðaður við HK og Fylki, hornamaðurinn David Kekelia er á leið til Stjörnunnar á ný og Brynjar Hreinsson er í viðræðum við Val. Það er því lítið eftir. Sömu sögu er að segja af kvennaliðinu en nánast allt byrjunarlið félagsins ku vera á förum."Aðalstjórn Gróttu hefur hafnað öllum þeim formönnum sem við höfum stungið upp á og þar á meðal Ásgeiri Jónssyni. Hann var greinilega ekki nógu fínn pappír fyrir þá," sagði Björgvin fúll. "Ég er mjög ósáttur við að samstarfinu sé slitið enda hefur þetta verið barnið mitt. Mér finnst það vera synd að glata því sem búið var að byggja upp. Það var allt til staðar og félagið var þar að auki skuldlaust."
Íslenski handboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Sjá meira