Stuðningsfjölskylda tilnefnd strax 19. maí 2005 00:01 Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, en einhleypu fólki sem sækti um ættleiðingu væri skylt að gera slíkt. Hún kvaðst fullkomlega meðvituð um þá ábyrgð sem því fylgi að vera einhleyp með barn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var meginástæða synjunar ráðuneytisins á ættleiðingarumsókn Lilju sú, að hún væri of þung miðað við hæð. Lilja rakti aðstæður sínar fyrir dómi í gær. Fram kom að hún hefur stundað fjölþætt framhaldsnám í kennslu og sérkennslu fyrir fötluð börn. Þá kvaðst hún hafa starfað mikið með börnum, meðal annars sem stuðningsfjölskylda átta ára þroskaheftrar stúlku. Nú væri hún í hálfu starfi við kennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri og hálfu starfi sem deildarstjóri hjá Fjölmennt. Lilja kvaðst vera sérlega heilsuhraust og aðeins tvisvar verið frá vinnu vegna veikinda á síðastliðnum 10 árum, í annað skiptið vegna handleggsbrots og hið síðara vegna flensu. Hún hefði stundað líkamsþjálfun undanfarin ár og hugað vel að mataræði. Hún reykti ekki og neytti sjaldan áfengis. Þá rakti Lilja samskipti sín við ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytið, en barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafði talið hana "sérstaklega hæfa umfram aðra til að ættleiða barn," eins og segir í stefnunni. Ráðuneytið sagði hún að hefði í ferlinu lagt áherslu á þyngd hennar til að byrja með en síðan aldurinn einnig. Þegar ættleiðingarferlið hófst var Lilja 45 ára gömul. Fram kom að ráðuneytið hefði leitað til ættleiðingarnefndar, sem aldrei kallaði Lilju til viðtals, en það hafði barnaverndarnefnd gert. Ættleiðingarnefnd kvaðst ekki geta mælt með samþykki umsóknarinnar. Lilja sagði ráðuneytið hafa kallað eftir heilbrigðisvottorði varðandi hana, þótt slíkt vottorð lægi þegar fyrir. Þá kvaðst hún hafa þurft að ganga eftir að fá gögn um mál sitt bæði frá ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Lilja Sæmundsdóttir, einhleyp kona sem dómsmálaráðuneytið synjaði um að ættleiða barn frá Kína, kvaðst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær hafa tilnefnt stuðningsfjölskyldu við sig og barn sitt í því tilfelli að eitthvað kæmi upp á. Þetta hafi hún gert strax í upphafi umsóknarferlisins, en einhleypu fólki sem sækti um ættleiðingu væri skylt að gera slíkt. Hún kvaðst fullkomlega meðvituð um þá ábyrgð sem því fylgi að vera einhleyp með barn. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær var meginástæða synjunar ráðuneytisins á ættleiðingarumsókn Lilju sú, að hún væri of þung miðað við hæð. Lilja rakti aðstæður sínar fyrir dómi í gær. Fram kom að hún hefur stundað fjölþætt framhaldsnám í kennslu og sérkennslu fyrir fötluð börn. Þá kvaðst hún hafa starfað mikið með börnum, meðal annars sem stuðningsfjölskylda átta ára þroskaheftrar stúlku. Nú væri hún í hálfu starfi við kennslu í Verkmenntaskólann á Akureyri og hálfu starfi sem deildarstjóri hjá Fjölmennt. Lilja kvaðst vera sérlega heilsuhraust og aðeins tvisvar verið frá vinnu vegna veikinda á síðastliðnum 10 árum, í annað skiptið vegna handleggsbrots og hið síðara vegna flensu. Hún hefði stundað líkamsþjálfun undanfarin ár og hugað vel að mataræði. Hún reykti ekki og neytti sjaldan áfengis. Þá rakti Lilja samskipti sín við ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytið, en barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafði talið hana "sérstaklega hæfa umfram aðra til að ættleiða barn," eins og segir í stefnunni. Ráðuneytið sagði hún að hefði í ferlinu lagt áherslu á þyngd hennar til að byrja með en síðan aldurinn einnig. Þegar ættleiðingarferlið hófst var Lilja 45 ára gömul. Fram kom að ráðuneytið hefði leitað til ættleiðingarnefndar, sem aldrei kallaði Lilju til viðtals, en það hafði barnaverndarnefnd gert. Ættleiðingarnefnd kvaðst ekki geta mælt með samþykki umsóknarinnar. Lilja sagði ráðuneytið hafa kallað eftir heilbrigðisvottorði varðandi hana, þótt slíkt vottorð lægi þegar fyrir. Þá kvaðst hún hafa þurft að ganga eftir að fá gögn um mál sitt bæði frá ættleiðingarnefnd og dómsmálaráðuneytinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira