Framtíðarhópur fái nýtt umboð 18. maí 2005 00:01 Framtíðarhópur Samfylkingarinnar kynnti í gær tillögur sínar til stefnumótunar innan flokksins í fjölmörgum málaflokkum. Kynntar voru tillögur sjö starfshópa sem starfað hafa síðan um áramót. Er þetta í annað sinn sem framtíðarhópurinn skilar tillögum af sér en fyrri lotan var kynnt á flokksstjórnarfundi í október síðastliðnum og verða þær tillögur teknar til afgreiðslu á landsfundinum á laugardag. Tillögurnar sem kynntar voru í gær verða hins vegar ekki teknar formlega fyrir á landsfundinum, heldur einungis kynntar og þeim síðan vísað til áframhaldandi meðferðar innan flokksins og til afgreiðslu á stefnuþingi flokksins næsta vetur. Gera má ráð fyrir að tillögurnar taki einhverjum breytingum í því ferli. Jafnframt verður lagt til að landsfundurinn samþykki að endurnýja umboð framtíðarhópsins og feli honum áframhaldandi vinnu við framtíðarstefnumótun flokksins fram að stefnuþingi. Málaflokkarnir sjö sem kynntir voru í gær eru: Lýðræði og jafnrétti, Velferðarríkið sem hagstjórnarhugmynd, Menning og listir – stefna um skapandi atvinnugreinar, Leikreglur viðskiptalífsins, Ísland í samfélagi þjóðanna, Mannauður, framsækni og jöfnuðurog Atvinnulíf, nýsköpun og hagvöxtur. Aðspurð segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður framtíðarhópsins erfitt að nefna eitthvað sérstakt í þessum tillögum sem henni þyki markverðast. "Það er hins vegar margt ferskt og skemmtilegt þarna á ferðinni og ný sýn á flesta málaflokka. Ef ég á að nefna eitthvað eitt umfram annað þá kom plaggið um menningarmál mest á óvart og á eflaust eftir að vekja talsverðar umræður", segir hún. Þar vísar hún til þess að í tillögum hópsins er meðal annars lögð áhersla á fjölbreytileika íslenskrar menningar, hvatt til að kraftar hennar verði virkjaðir og að þjóðernissinnuð einangrunarstefna sé vont veganesti inn í 21. öldina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Framtíðarhópur Samfylkingarinnar kynnti í gær tillögur sínar til stefnumótunar innan flokksins í fjölmörgum málaflokkum. Kynntar voru tillögur sjö starfshópa sem starfað hafa síðan um áramót. Er þetta í annað sinn sem framtíðarhópurinn skilar tillögum af sér en fyrri lotan var kynnt á flokksstjórnarfundi í október síðastliðnum og verða þær tillögur teknar til afgreiðslu á landsfundinum á laugardag. Tillögurnar sem kynntar voru í gær verða hins vegar ekki teknar formlega fyrir á landsfundinum, heldur einungis kynntar og þeim síðan vísað til áframhaldandi meðferðar innan flokksins og til afgreiðslu á stefnuþingi flokksins næsta vetur. Gera má ráð fyrir að tillögurnar taki einhverjum breytingum í því ferli. Jafnframt verður lagt til að landsfundurinn samþykki að endurnýja umboð framtíðarhópsins og feli honum áframhaldandi vinnu við framtíðarstefnumótun flokksins fram að stefnuþingi. Málaflokkarnir sjö sem kynntir voru í gær eru: Lýðræði og jafnrétti, Velferðarríkið sem hagstjórnarhugmynd, Menning og listir – stefna um skapandi atvinnugreinar, Leikreglur viðskiptalífsins, Ísland í samfélagi þjóðanna, Mannauður, framsækni og jöfnuðurog Atvinnulíf, nýsköpun og hagvöxtur. Aðspurð segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður framtíðarhópsins erfitt að nefna eitthvað sérstakt í þessum tillögum sem henni þyki markverðast. "Það er hins vegar margt ferskt og skemmtilegt þarna á ferðinni og ný sýn á flesta málaflokka. Ef ég á að nefna eitthvað eitt umfram annað þá kom plaggið um menningarmál mest á óvart og á eflaust eftir að vekja talsverðar umræður", segir hún. Þar vísar hún til þess að í tillögum hópsins er meðal annars lögð áhersla á fjölbreytileika íslenskrar menningar, hvatt til að kraftar hennar verði virkjaðir og að þjóðernissinnuð einangrunarstefna sé vont veganesti inn í 21. öldina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira