Fjallgöngur aldrei verið vinsælli 13. október 2005 19:12 "Fjallgöngur eru greinilega í tísku en þegar maður var að byrja að ganga á fjöll um 1980 þá var maður álitinn skrítinn," rifjar Guðmundur J. Hallvarðsson tónlistarmaður upp. Hann segir gönguferðir reyndar hafa átt vaxandi fylgi að fagna í dálítinn tíma og margt blandist inn í það, til dæmis heilsuefling og annað slíkt. Uppselt er í margar gönguferðir sumarsins og um hundrað manns ætla að ganga á Hvannadalshnjúk nú um hvítasunnuna. "Það er einhver rómantík í því að komast á hæsta tind landsins. Þar vilja allir standa," segir Guðmundur þegar hann er spurður álits á þessum mikla áhuga. Hann dregur reyndar í efa að allir séu nógu vel undirbúnir undir jökulgönguna enda sé hún frekar erfið. En telur hann að fólk upplifi gönguferðir um landið á annan hátt en áður og þar sé einhver rómantík í spilinu? "Ég held það sé dálítið misjafnt. Sumir fara í göngur til að kynnast landinu, virða fyrir sér útsýnið og spá kannski í jarðfræðina og söguna. Nokkurskonar landkönnuðarferðir. Svo fer fólk á fjöll sem leggur allt kapp á að komast nógu hratt. Þannig að segja má að sportið sé komið inn í þetta. Vegalengd sem venjulega er farin á þremur til fjórum dögum er þá farin kannski á fimm tímum. Umhverfis- og náttúruvernd spilar líka inn í þennan aukna áhuga. Þannig að það er engin ein lína í þessu." Guðmundur hefur verið fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands um Hornstrandarsvæðið frá 1990. Hann segir allar Hornstrandaferðir hjá Ferðafélaginu í sumar hafa selst upp og tvær aukaferðir verið settar á dagskrá. Ferðalög Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Fjallgöngur eru greinilega í tísku en þegar maður var að byrja að ganga á fjöll um 1980 þá var maður álitinn skrítinn," rifjar Guðmundur J. Hallvarðsson tónlistarmaður upp. Hann segir gönguferðir reyndar hafa átt vaxandi fylgi að fagna í dálítinn tíma og margt blandist inn í það, til dæmis heilsuefling og annað slíkt. Uppselt er í margar gönguferðir sumarsins og um hundrað manns ætla að ganga á Hvannadalshnjúk nú um hvítasunnuna. "Það er einhver rómantík í því að komast á hæsta tind landsins. Þar vilja allir standa," segir Guðmundur þegar hann er spurður álits á þessum mikla áhuga. Hann dregur reyndar í efa að allir séu nógu vel undirbúnir undir jökulgönguna enda sé hún frekar erfið. En telur hann að fólk upplifi gönguferðir um landið á annan hátt en áður og þar sé einhver rómantík í spilinu? "Ég held það sé dálítið misjafnt. Sumir fara í göngur til að kynnast landinu, virða fyrir sér útsýnið og spá kannski í jarðfræðina og söguna. Nokkurskonar landkönnuðarferðir. Svo fer fólk á fjöll sem leggur allt kapp á að komast nógu hratt. Þannig að segja má að sportið sé komið inn í þetta. Vegalengd sem venjulega er farin á þremur til fjórum dögum er þá farin kannski á fimm tímum. Umhverfis- og náttúruvernd spilar líka inn í þennan aukna áhuga. Þannig að það er engin ein lína í þessu." Guðmundur hefur verið fararstjóri hópa á vegum Ferðafélags Íslands um Hornstrandarsvæðið frá 1990. Hann segir allar Hornstrandaferðir hjá Ferðafélaginu í sumar hafa selst upp og tvær aukaferðir verið settar á dagskrá.
Ferðalög Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira