Skiptir álit annarra máli? 12. maí 2005 00:01 Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Áður en þáttur Opruh um Ísland var sýndur hér á landi varð uppi fótur og fit vegna innihalds hans. Tvær íslenskar konur búsettar erlendis skrifuðu harðorðar greinar í Morgunblaðið þar sem þær skömmuðust yfir þeim íslensku konum sem voru í þættinum og það sem meira var, þá eyðilagði þátturinn fyrir þeim það stolt sem þær höfðu yfir því að vera Íslendingar. Önnur þeirra gekk meira segja svo langt að hún ætlaði að segjast vera frá Finnlandi hér eftir, og hin sagðist ætla að hugsa sig tvisvar um áður en hún léti fólk vita að dóttir hennar væri íslensk. Það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim, var sú mynd sem dregin var upp af íslenskum konum sem lauslátum skemmtanafíklum. Svanhildur Hólm sem hafði setið í sófanum hjá Opruh þurfti nú að mæta í sófa íslenskra fjölmiðla og svara fyrir þá skömm sem hún virðist hafa kallað yfir íslenskar konur. Hún gerði sitt besta til að útskýra að hún hafi viljað draga fram sanngjarna mynd af íslenskum konum en í raun hafði Oprah ekki áhuga á öðru en kyn- og skemmtanalífi íslenskra kvenna og svo hinum ógeðslega þorramat, hákarli og hrútspungum þrátt fyrir að Svanhildur hafi viljað bjóða upp á grafinn lax og lamb. Nú þegar þátturinn hefur verið sýndur hér á landi sjá flestir að þetta var kannski ekki eins mikið mál og var talið í upphafi, því það leyndist sannleikskorn í því sem þarna kom fram. Það var þó fjarri því að vera allur sannleikurinn, því þegar þjóð er kynnt í stuttu innslagi sem þessi snýst kynningin bara um klisjur. En auðvitað eru margir ósáttir við að sömu klisjurnar eru bornar fram aftur og aftur. Ekki má gleyma því að miklar væntingar voru fyrir þennan þátt en nokkru áður en þátturinn varð að veruleika fóru að birtast fréttir um það í fjölmiðlum að Oprah Winfrey sjálf hefði áhuga á okkar litla sæta Íslandi og vangaveltur voru um hvaða íslensku konur myndu fá þann heiður að setjast í sófann hjá spjalldrottningunni sjálfri. Okkur var nefnilega ekki sama - Íslendingar vildu fá góða umfjöllun um hvað við erum æðisleg og flott og meiriháttar og best í heimi. En hver vill það svo sem ekki? Vilja ekki allir láta dást að sér? Við gerum mikið grín af okkum sjálfum fyrir að grobba okkur af landi og þjóð, finnast við svo sérstök og frábær og okkur er mikið í mun um að kynna okkur erlendis. Við viljum að allir átti sig á sérstöðu okkar, og ef til vill er það vegna þess hve við erum svo lítil og í raun og veru með minnimáttarkennd. En það sem kom í ljós í þessum ágæta þætti hennar Opruh er að hún virtist líka þjást af þessari einkennilegu áráttu að láta dást að sér. Hún var mjög upptekin af því að fá gesti sína til að segja sér hvað þeim þætti um bandarískar konur og þegar ein stúlkan frá Belgíu tók af skarið og sagði að hún teldi ameríska drauminn ekki eins æðislegan og af er látið, móðgaðist Oprah gífurlega og sagði "í alvörunni, en ég tel að við séum heppnustu konur í heimi hérna í Bandaríkjunum". Og sýndi svo innslag frá einum eða tveimur löndum til viðbótar þar sem líf kvenna annarsstaðar í heiminum var og sagði svo aftur, "sjáið þið við erum heppnustu konur í heimi," og með þessari einu setningu gerði hún lítið úr öllum þeim konum sem hún hafði rætt við í þættinum. Þar lá hundurinn grafinn, hún hafði í raun engan áhuga á konum í öðrum löndum. Þegar upp var staðið, var það ekki mannorð okkar sem skaðaðist heldur mannorð Opruh, allavegana á Íslandi. Og þó álit annara skipti okkur máli, höfum við kannski lært það að við eigum ekki að vera að reyna að eltast við það hjá fólki sem hefur í raun engan áhuga. Þá er betra heima setið en af stað farið, og við verðum að bíta í það súra að það finnst ekki öllum í heiminum við áhugaverðasta þjóð í heimi. Hinsvegar getum við áfram borið höfuðið hátt þrátt fyrir að einhverjar konur í Ameríku haldi að við séum lauslátar, drykkfelldar og étum hrútspunga í öll mál. Fínt, þær hafa þá eitthvað að tala um.... við vitum betur. Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun