Chicago 2 - Washington 4 7. maí 2005 00:01 Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig. NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
Það var engu líkara en lið Washington hefði verið að vinna sjálfan meistaratitilinn í nótt, þegar liðið lagði Chicago Bulls 94-91 á heimavelli sínum, svo mikil voru fagnaðarlætin. Flestir hefðu líka fagnað því að komast í aðra umferð í úrslitakeppni í fyrsta sinn í meira en 20 ár. Menn eins og Larry Hughes, sem var atkvæðamestur heimamanna í gær og skoraði 21 stig, voru varla fæddir þegar Washington komst síðast í aðra umferð úrslitakeppninnar. Það tókst þó í gær, þrátt fyrir að fátt liti út fyrir það lengst af leik. Chicago liðið var að leika vel meiripart leiks í gær, en reynsluleysið varð liðinu að falli á lokasprettinum. Þeir Andre Nocioni og Kirk Hinrich voru að leika eins og höfðingjar fyrir liðið og þar eru á ferðinni strákar sem eflaust eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Washington er ekki með reynt lið heldur og þeir voru værukærir í vörninni allann leikinn, ef undan er skilinn góður sprettur hjá þeim á lokasekúndunum. Þar var það Gilbert Arenas sem var drjúgur og varði meðal annars skot frá Kirk Hinrich, sem kveikti í 7-0 sprett hjá Washington og gerði út um leikinn. Sigur Washington í fimmta leiknum í Chicago var alger lykilleikur og liðið má teljast heppið að hafa komist frá leiknum í gær með sigri, því Bulls virtust þrá sigurinn mun heitar. Washington staldrar stutt við eftir sigurinn og strax á sunnudagskvöld fara þeir suður til Miami og leika við Shaquille O´Neal og félaga. Ef varnarleikur Washington verður eitthvað í líkingu við það sem þeir sýndu lengst af í gær, verður það mjög stutt einvígi. Atkvæðamestir hjá Chicago:Kirk Hinrich 22 stig (9 stoðs), Andres Nocioni 22 stig (7 frák), Tyson Chandler 14 stig (11 frák), Jannero Pargo 11 stig, Adrian Griffin 9 stig (6 frák), Antonio Davis 6 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Washington:Larry Hughes 21 stig, Gilbert Arenas 19 stig (7 stoðs), Antawn Jamison 19 stig, Brendan Haywood 13 stig (9 frák), Jared Jeffries 12 stig, Juan Dixon 7 stig.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira