Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 2-0 | Þróttur með þriggja stiga forskot á toppnum Hjörvar Ólafsson skrifar 7. júní 2025 22:52 María Eva Eyjólfsdóttir og Sandra María Jessen í leiknum í dag. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. María Eva Eyjólfsdóttir kom Þrótti yfir þegar undir lok fyrri hálfleiks. Caroline Murray átti þá eina af fjölmörgu fyrirgjöfum sínum í leiknum. Jessica Grace Berlin greip í tómt og boltinn féll fyrir fætur Evu Maríu sem skoraði með skoti í autt markið af stuttu fæir. Eva María virtist leggja boltann fyrir sig með höndinni áður en hún skoraði en Hreinn Magnússon, dómari leiksins, dæmdi hins vegar markið gott og gilt. Freyja Karín Þorvarðardóttir skorar hér seinna mark Þróttar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson FreyJa Karín fagnar svo markinu með Unni Dóru Bergsdóttur.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Freyja Karín Þorvarðardóttir tvöfaldaði svo forystu Þróttar í upphafi seinni hálfleiks. Freyja Karín slapp þá í gegnum vörn Þórs/KA vinstra megin og lét skotið ríða af. Skotið var nokkurn veginn beint á Jessicu Grace sem hefði klárlega átt að gera betur en boltinn endaði í netinu. Niðurstaðan 2-0 sigur Þróttar sem trónir á toppnum með þremur stigum meira en Breiðablik og FH. Þór/KA er síðan í fjórða sæti með 15 stig. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, í þungum þönkum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Ólafur Helgi: Mollee ekki fengið það hrós sem hún á skilið „Það var mikið um langa bolta, barning og návígi í þessum leik og mér fannst við díla vel við það. Þetta var hörkuleikur sem við þurftum að hafa mikið fyrir því að vinna. Við skoruðum tvö fín mörk og vorum þéttar til baka og það skilaði þessum sigri,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sáttur. „Þær fengu nokkur færi með því að sparka löngum boltum inn fyrir vörnina hjá okkur. Mollee Swift varði frábærlega í þau skipti. Mollee hefur ekki fengið það hrós sem hún á skilið og hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu góð í löpunum að koma boltanum frá sér í spil. Mollee er frábær markvörður og hún sýndi það svo sannarlega í þessum leik,“ sagði Ólafur Helgi enn fremur. „Mér finnst það styrkleikamerki að hafa betur í leik þar sem við náum kannski ekki upp okkar spili og leikurinn einnkennist frekar af barningi en miklum gæðum. Það er sterkt að landa sigri í þannig leikjum. Þróttarar geta verið stoltir af þessu liði og það er gaman að vera með í toppbaráttunni. Það er aftur á móti nóg eftir af þessu móti og það verða gaddavírar og rokk og ról á leiðinni í þessar toppbaráttu,“ sagði hann. Jóhann Kristinn: Ótrúlegt að við höfum ekki skorað í þessum leik „Þetta var jafn leikur og það mátti ekki á sjá hvort liðið er á toppnum og svo hitt í nálægð við toppbaráttuna. Við erum svekktar með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik en getum margt jákvætt úr frammistöðunni,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Það eru tvö mjög ódýr mörk sem við gefum þeim sem skilja liðin að í þessum leik og það gerir tapið enn meira svekkjandi. Þær voru ekki að opna okkur að ráði í leiknum og mörkin voru gjafir,“ sagði Jóhann Kristinn enn fremur. „Við fengum svo fullt af góðum færum til þess að skora og það er í raun ótrúlegt að við höfum ekki náð að setja boltann í netið. Mollee átti gott kvöld og sá til þess að við förum tómhentar heim. Þessi spilamennska gefur okkur góð fyrirheit fyrir framhaldið þrátt fyrir að við höfum ekki fengið þau stig sem töldum okkur eiga skilin. Við þurfum bara taka það með okkur inn í næstu leiki og fara að safna stigum til þess að komast nær toppliðunum,“ sagði hann um framhaldið. Jóhann Kristinn Gunnarsson gefur leikmönnum sinum skipanir áður en þær koma inn af bekknum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Atvik leiksins Jessica Grace Berlin vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst en hún hefði getað gert mun betur í báðum mörkum Þróttar í leiknum. Segja má að markverðirnir hafi verið munurinn á liðunum að þessu sinni en Mollee Swift kom í veg fyrir að Þór/KA kæmi spennu í leikinn með tveimur frábærum markvörslum. Stjörnur og skúrkar Molle Swift varði nokkrum sinnum vel þegar leikmenn Þórs/KA sluppu í gegn. Sandra María Jessen og Karen María Sigurgeirsdóttir fengu góð fær til þess að koma Þór/KA inn í leikinn en Mollee varði frábærlega frá þeim. María Eva Eyjólfsdóttir gerði vel í að halda Söndru Maríu í skefjum og skoraði fyrra mark Þróttar. Jelena Tinna Kujundzic átti einnig góðan leik í varnarlínu Þróttar. Caroline Murray var skeinuhætt á hægri kantinum og lagði upp mark Maríu Evu. Freyja Karín gerði svo vel þegar hún innsiglaði sigur heimakvenna. Sæunn Björnsdóttir átti svo góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Þrótti. Það sama á við um Margréti Árnadóttur, kollega hennar hjá Þór/KA. Molle Swift sparkar hér boltanum frá marki Þróttar og Jelena Tinna Kujundzic hjálpar henni í varnarleiknum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Hreinn Magnússon, Ronnarong Wongmahadthai, Kristófer Bergmann og Jovan Subic áttu heilt yfir góðan leik. Spurning er hvort að dæma hefði átt markinu sem María Eva skoraði. Þeir fá átta í einkunn. Guðmundur Ingi Jónsson sá svo til þess að allt í kringum leikinn væri eftir kúnstarinnar reglum af sinni alkunnu röggsemi og snilld. Stemming og umgjörð Það var fínasta mæting í Laugardalinn í kvöld og glatt á hjalla. Þróttarar efndu til happdrættis og gerðu sitt til þess að búa til stemmingu á leiknum. Þetta var síðasti heimaleikur Caroline Murray en hún er að ganga til liðs við Sporting Club Jacksonville í Flórída, sem er nýstofnað lið í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Caroline sem heldur til Bandaríkjanna þegar landsleikjahléið vegna EM hefst í lok júní fékk kveðjulag að leik loknum. Caroline Murray lagði upp fyrra mark Þróttar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stuðningsmenn Þróttar fara sáttir inn í Hvítasunnuna en liðið er á toppnum í deildinni.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira
Þróttarar tylltu sér á topp Bestu-deildar kvenna í fótbolta með 2-0 sigri sínum gegn Þór/KA í leik liðanna í áttundu umferð deildarinnar á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. María Eva Eyjólfsdóttir kom Þrótti yfir þegar undir lok fyrri hálfleiks. Caroline Murray átti þá eina af fjölmörgu fyrirgjöfum sínum í leiknum. Jessica Grace Berlin greip í tómt og boltinn féll fyrir fætur Evu Maríu sem skoraði með skoti í autt markið af stuttu fæir. Eva María virtist leggja boltann fyrir sig með höndinni áður en hún skoraði en Hreinn Magnússon, dómari leiksins, dæmdi hins vegar markið gott og gilt. Freyja Karín Þorvarðardóttir skorar hér seinna mark Þróttar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson FreyJa Karín fagnar svo markinu með Unni Dóru Bergsdóttur.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Freyja Karín Þorvarðardóttir tvöfaldaði svo forystu Þróttar í upphafi seinni hálfleiks. Freyja Karín slapp þá í gegnum vörn Þórs/KA vinstra megin og lét skotið ríða af. Skotið var nokkurn veginn beint á Jessicu Grace sem hefði klárlega átt að gera betur en boltinn endaði í netinu. Niðurstaðan 2-0 sigur Þróttar sem trónir á toppnum með þremur stigum meira en Breiðablik og FH. Þór/KA er síðan í fjórða sæti með 15 stig. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, í þungum þönkum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Ólafur Helgi: Mollee ekki fengið það hrós sem hún á skilið „Það var mikið um langa bolta, barning og návígi í þessum leik og mér fannst við díla vel við það. Þetta var hörkuleikur sem við þurftum að hafa mikið fyrir því að vinna. Við skoruðum tvö fín mörk og vorum þéttar til baka og það skilaði þessum sigri,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar, sáttur. „Þær fengu nokkur færi með því að sparka löngum boltum inn fyrir vörnina hjá okkur. Mollee Swift varði frábærlega í þau skipti. Mollee hefur ekki fengið það hrós sem hún á skilið og hún hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu góð í löpunum að koma boltanum frá sér í spil. Mollee er frábær markvörður og hún sýndi það svo sannarlega í þessum leik,“ sagði Ólafur Helgi enn fremur. „Mér finnst það styrkleikamerki að hafa betur í leik þar sem við náum kannski ekki upp okkar spili og leikurinn einnkennist frekar af barningi en miklum gæðum. Það er sterkt að landa sigri í þannig leikjum. Þróttarar geta verið stoltir af þessu liði og það er gaman að vera með í toppbaráttunni. Það er aftur á móti nóg eftir af þessu móti og það verða gaddavírar og rokk og ról á leiðinni í þessar toppbaráttu,“ sagði hann. Jóhann Kristinn: Ótrúlegt að við höfum ekki skorað í þessum leik „Þetta var jafn leikur og það mátti ekki á sjá hvort liðið er á toppnum og svo hitt í nálægð við toppbaráttuna. Við erum svekktar með að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik en getum margt jákvætt úr frammistöðunni,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Það eru tvö mjög ódýr mörk sem við gefum þeim sem skilja liðin að í þessum leik og það gerir tapið enn meira svekkjandi. Þær voru ekki að opna okkur að ráði í leiknum og mörkin voru gjafir,“ sagði Jóhann Kristinn enn fremur. „Við fengum svo fullt af góðum færum til þess að skora og það er í raun ótrúlegt að við höfum ekki náð að setja boltann í netið. Mollee átti gott kvöld og sá til þess að við förum tómhentar heim. Þessi spilamennska gefur okkur góð fyrirheit fyrir framhaldið þrátt fyrir að við höfum ekki fengið þau stig sem töldum okkur eiga skilin. Við þurfum bara taka það með okkur inn í næstu leiki og fara að safna stigum til þess að komast nær toppliðunum,“ sagði hann um framhaldið. Jóhann Kristinn Gunnarsson gefur leikmönnum sinum skipanir áður en þær koma inn af bekknum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Atvik leiksins Jessica Grace Berlin vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst en hún hefði getað gert mun betur í báðum mörkum Þróttar í leiknum. Segja má að markverðirnir hafi verið munurinn á liðunum að þessu sinni en Mollee Swift kom í veg fyrir að Þór/KA kæmi spennu í leikinn með tveimur frábærum markvörslum. Stjörnur og skúrkar Molle Swift varði nokkrum sinnum vel þegar leikmenn Þórs/KA sluppu í gegn. Sandra María Jessen og Karen María Sigurgeirsdóttir fengu góð fær til þess að koma Þór/KA inn í leikinn en Mollee varði frábærlega frá þeim. María Eva Eyjólfsdóttir gerði vel í að halda Söndru Maríu í skefjum og skoraði fyrra mark Þróttar. Jelena Tinna Kujundzic átti einnig góðan leik í varnarlínu Þróttar. Caroline Murray var skeinuhætt á hægri kantinum og lagði upp mark Maríu Evu. Freyja Karín gerði svo vel þegar hún innsiglaði sigur heimakvenna. Sæunn Björnsdóttir átti svo góðan leik inni á miðsvæðinu hjá Þrótti. Það sama á við um Margréti Árnadóttur, kollega hennar hjá Þór/KA. Molle Swift sparkar hér boltanum frá marki Þróttar og Jelena Tinna Kujundzic hjálpar henni í varnarleiknum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Hreinn Magnússon, Ronnarong Wongmahadthai, Kristófer Bergmann og Jovan Subic áttu heilt yfir góðan leik. Spurning er hvort að dæma hefði átt markinu sem María Eva skoraði. Þeir fá átta í einkunn. Guðmundur Ingi Jónsson sá svo til þess að allt í kringum leikinn væri eftir kúnstarinnar reglum af sinni alkunnu röggsemi og snilld. Stemming og umgjörð Það var fínasta mæting í Laugardalinn í kvöld og glatt á hjalla. Þróttarar efndu til happdrættis og gerðu sitt til þess að búa til stemmingu á leiknum. Þetta var síðasti heimaleikur Caroline Murray en hún er að ganga til liðs við Sporting Club Jacksonville í Flórída, sem er nýstofnað lið í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Caroline sem heldur til Bandaríkjanna þegar landsleikjahléið vegna EM hefst í lok júní fékk kveðjulag að leik loknum. Caroline Murray lagði upp fyrra mark Þróttar.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stuðningsmenn Þróttar fara sáttir inn í Hvítasunnuna en liðið er á toppnum í deildinni.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Sjá meira