Dallas 3 - Houston 3 6. maí 2005 00:01 Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig. NBA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira
Tracy McGrady fékk litla hjálp þegar hann lék með Orlando á sínum tíma, enda hefur hann aldrei komist í aðra umferð í úrslitakeppninni. Í Houston er hann með öllu betri leikmenn í kring um sig og þeir gerðu gæfumuninn í 101-83 sigri liðsins á Dallas í nótt. Houston vann nokkuð öruggan sigur á heimavelli sínum í nótt og hefur nú jafnað metin í einvíginu og oddaleikurinn fer fram í Dallas um helgina. Tracy McGrady fór hamförum eins og svo oft áður í leikjum liðanna og skoraði 37 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar, en það var þó ekki stórleikur hans sóknarlega sem gerði út um leikinn. McGrady gætti Þjóðverjans Dirk Nowitzki lengst af í vörninni, eins og hann hefur verið að gera í einvíginu og stóð sig frábærlega. Nowitzki hitti mjög illa í leiknum, eins og reyndar lengst af í seríunni og hefur nú mikið og margt að sanna í oddaleik liðanna á laugardagskvöldið. Mike James var líka mjög góður af bekknum hjá Houston og gamla brýnið Dikembe Mutombo var frábær í lokaleikhlutanum og var Dallas erfiður ljár í þúfu í varnarleiknum. "Þegar ég er að hitta, skiptir ekki máli hvar ég stend á vellinum og þeir eiga ekkert svar við því. Ég get ekki hugsað mér að tapa þessu einvígi og ég ætla að gera allt sem ég get til að drífa félaga mína áfram," sagði McGrady. Mikil umræða hefur verið í gangi vestra um dómgæslu í þessu einvígi og Jeff Van Gundy, þjálfari Houston fékk á dögunum 100 þúsund dollara sekt fyrir að gagnrýna dómarana. Avery Johnson, þjálfari Dallas hafði sitt að segja um dómgæsluna eftir leikinn. "Ég er orðinn dauðleiður á þessu væli utan vallar um dómgæsluna. Það sem skiptir máli er það sem gerist á vellinum. Ég ætti kannski að sleppa mér á þá og vita hver útkoman yrði. Það duga hinsvegar engar afsakanir í þessu, við töpuðum og verðum einfaldlega að vinna næsta leik," sagði hann reiður eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá Dallas:Jerry Stackhouse 21 stig, Dirk Nowitzki 19 stig (13 frák, 5 varin, hitti úr 5 af 22 skotum), Michael Finley 14 stig, Eric Dampier 8 stig (9 frák), Josh Howard 8 stig, Jason Terry 7 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Tracy McGrady 37 stig (8 frák, 7 stoðs), Mike James 22 stig, Jon Barry 14 stig, Yao Ming 8 stig (5 frák, lék 27 mínútur), Ryan Bowen 7 stig, David Wesley 6 stig.
NBA Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira