Phoenix 3 - Memphis 0 30. apríl 2005 00:01 Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig. NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira
Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig.
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Sjá meira