Mælir með áfrýjun tóbaksdóms 29. apríl 2005 00:01 Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við umbjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýjað verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta viðskiptalegar upplýsingar um vörur JT Internationar í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettutegundirnar Camel, Salem, Winston, Mild Seven og Gold Coast. "Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreyndaupplýsingar um tóbaksvöruna," segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki, eða annað slíkt. "Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunarmerkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbakið," segir Hróbjartur. "Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbakspökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðarmerkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna." Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í matvöruverslunum eða sértækri tóbaksverslun eins og Björk. "Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera ritskoðun. Ég er algjörlega ósammála dómnum hvað þetta varðar," segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður ætlar að mæla með því við umbjóðendur sína, JT International og Sölva Óskarsson sem rekur tóbaksverslunina Björk, að áfrýjað verði til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því á miðvikudag. Hann býst við ákvörðun um það innan nokkurra vikna. Héraðsdómur hafnaði því að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni Björk, eða birta viðskiptalegar upplýsingar um vörur JT Internationar í fjölmiðlum, en þær eru meðal annars sígarettutegundirnar Camel, Salem, Winston, Mild Seven og Gold Coast. "Dómurinn er hins vegar sigur fyrir stefnendur að því leyti að hann tekur til greina kröfuna um að framleiðendur megi senda smásala svokallaðar staðreyndaupplýsingar um tóbaksvöruna," segir Hróbjartur, en þær gætu átt við um breytingar í samræmi við Evróputilskipanir, pakkningar, vörumerki, eða annað slíkt. "Dómurinn byggir annars á því að sýnileiki tóbaks á sölustað leiði til aukinnar verslunar og þar af leiðandi aukinnar neyslu, jafnvel þótt engin gögn hafi verið lögð fram um að sýnileiki tóbaksvara, með mjög áberandi viðvörunarmerkingum, hafi minni forvarnir í för með sér en það að fela tóbakið," segir Hróbjartur. "Þá má ef til vill líka segja að í ljósi aukins vægis varúðarmerkinga á tóbakspökkum, eins og Evrópureglur kveða á um, sé ósamræmi í því að fela vöruna þannig að varúðarmerkið sjáist ekki fyrr en búið er að kaupa vöruna." Hann segir dóminn ekki fjalla um hvort meðalhófs hafi verið gætt og hvort ástæða hafi verið til að gera greinarmun á tóbakssölu í matvöruverslunum eða sértækri tóbaksverslun eins og Björk. "Þá hafnar dómurinn því að JT megi birta viðskiptaupplýsingar um tóbaksvörur í fjölmiðlum og telur ákvæði sem banna umfjöllun, nema til að fjalla um skaðsemi reykninga, ekki teljast vera ritskoðun. Ég er algjörlega ósammála dómnum hvað þetta varðar," segir hann og telur önnur lönd ekki hafa gengið jafn langt, auk þess sem ekki hafi verið tekið til þess í dómnum hvort reglur Evrópska efnahagssvæðisins hafi verið brotnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira