Rifist um lykilráðuneyti 28. apríl 2005 00:01 Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. Ibrahim Al Jaafari, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði afhent forsetaráði landsins lista með væntanlegri ríkisstjórn landsins, sem verður væntanlega fyrsta lýðræðislega ríkisstjórn landsins í meira en hálfa öld. Þingið greiddi í morgun atkvæði með nýju stjórninni með yfirgnæfandi meirihluta en enn er þó deilt um skipan nokkurra lykilráðherraembætta: olíumálaráðherra, raforkuráðherra, iðnaðarráðherra og mannréttindaráðherra hafa ekki enn verið tilnefndir og sömu sögu er að segja af embættum tveggja aðstoðarforsætisráðherra. Þykir það sýna glöggt hversu djúpstæður ágreiningur er um nýju stjórnina. Þar verður enga félaga í flokki Iyads Allawis, núverandi bráðabirgðaforsætisráðherra, að finna en hann stormaði út af fundi og hætti þátttöku í myndun nýju stjórnarinnar fyrir skömmu þegar honum þótti ljóst að flokkurinn fengi ekki þau ráðherraembætti sem hann sóttist eftir. Ærin verkefni bíða nýju stjórnarinnar: hún þarf að hafa yfirumsjón með baráttunni við uppreisnar- og hryðjuverkamenn, sem og takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórnin verður að semja nýja stjórnarskrá í samstarfi við þingið en sá starfi hefur gengið illa og þykir víst að sótt verði um frest til að leggja stjórnarskrárfrumvarpið fram til þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda á nýjar þingkosningar í Írak í desember næstkomandi. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. Ibrahim Al Jaafari, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði afhent forsetaráði landsins lista með væntanlegri ríkisstjórn landsins, sem verður væntanlega fyrsta lýðræðislega ríkisstjórn landsins í meira en hálfa öld. Þingið greiddi í morgun atkvæði með nýju stjórninni með yfirgnæfandi meirihluta en enn er þó deilt um skipan nokkurra lykilráðherraembætta: olíumálaráðherra, raforkuráðherra, iðnaðarráðherra og mannréttindaráðherra hafa ekki enn verið tilnefndir og sömu sögu er að segja af embættum tveggja aðstoðarforsætisráðherra. Þykir það sýna glöggt hversu djúpstæður ágreiningur er um nýju stjórnina. Þar verður enga félaga í flokki Iyads Allawis, núverandi bráðabirgðaforsætisráðherra, að finna en hann stormaði út af fundi og hætti þátttöku í myndun nýju stjórnarinnar fyrir skömmu þegar honum þótti ljóst að flokkurinn fengi ekki þau ráðherraembætti sem hann sóttist eftir. Ærin verkefni bíða nýju stjórnarinnar: hún þarf að hafa yfirumsjón með baráttunni við uppreisnar- og hryðjuverkamenn, sem og takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórnin verður að semja nýja stjórnarskrá í samstarfi við þingið en sá starfi hefur gengið illa og þykir víst að sótt verði um frest til að leggja stjórnarskrárfrumvarpið fram til þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda á nýjar þingkosningar í Írak í desember næstkomandi.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira