Fundu upp nýstárlega barnagælu 26. apríl 2005 00:01 Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. Barnagælan er prófverkefni þriggja verkfræðinema við Háskóla Íslands, þeirra Fjólu Jóhannesdóttur, Arngríms Einarssonar og Glenns Setterströms. Þau kynntu verkefnið fyrir félögum sínum í gær en þetta er tiltölulega fyrirferðalítill búnaður. Arngrímur og Fjóla segja að barnagælan ruggi vagni barnsins ef það fari að gráta og hætti að rugga því ef það hætti að gráta. Fjóla segir að öllu sé stýrt með tölvu en að barnagráturinn sé tekinn upp með hljóðnema í vagninum. Það er bara grátur sem setur tækið af stað en ekki til dæmis hljóðkútslaus bíll sem ekur fram hjá. En hvað ef barnið er óhuggandi? Fjóla segir að þá fái foreldrarnir SMS-skilaboð um að barnið vilji láta líta á sig. Notandinn skilgreini hversu langan tíma hann vilji að barnið gráti áður en SMS-skeytið er sent. Þrátt fyrir að tækið virðist einfalt er mikil vinna á bak við það. Barnagælan hefur ekki enn verið reynd á raunverulegu barni. Hönnuðirnir segja hugmyndina ekki hafa kviknað vegna andvökunátta við barnsgrát eða gráts sem truflaði próflestur. Þau segjast í upphafi hafa verið í vandræðum með að finna verkefni en þeim hafi dottið þetta í hug ásamt einum kennaranum. Þau hafi útfært verkefnið á sinn hátt og fundið að þeirra mati einfalda og þægilega lausn. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Nú geta foreldrar látið barnið sitt sofa úti í vagni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því þótt það vakni því barnagælan sér um að vagga því í svefn aftur. Dugi það ekki til sendir barnagælan SMS-skilaboð til foreldranna. Barnagælan er prófverkefni þriggja verkfræðinema við Háskóla Íslands, þeirra Fjólu Jóhannesdóttur, Arngríms Einarssonar og Glenns Setterströms. Þau kynntu verkefnið fyrir félögum sínum í gær en þetta er tiltölulega fyrirferðalítill búnaður. Arngrímur og Fjóla segja að barnagælan ruggi vagni barnsins ef það fari að gráta og hætti að rugga því ef það hætti að gráta. Fjóla segir að öllu sé stýrt með tölvu en að barnagráturinn sé tekinn upp með hljóðnema í vagninum. Það er bara grátur sem setur tækið af stað en ekki til dæmis hljóðkútslaus bíll sem ekur fram hjá. En hvað ef barnið er óhuggandi? Fjóla segir að þá fái foreldrarnir SMS-skilaboð um að barnið vilji láta líta á sig. Notandinn skilgreini hversu langan tíma hann vilji að barnið gráti áður en SMS-skeytið er sent. Þrátt fyrir að tækið virðist einfalt er mikil vinna á bak við það. Barnagælan hefur ekki enn verið reynd á raunverulegu barni. Hönnuðirnir segja hugmyndina ekki hafa kviknað vegna andvökunátta við barnsgrát eða gráts sem truflaði próflestur. Þau segjast í upphafi hafa verið í vandræðum með að finna verkefni en þeim hafi dottið þetta í hug ásamt einum kennaranum. Þau hafi útfært verkefnið á sinn hátt og fundið að þeirra mati einfalda og þægilega lausn.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira