Kostnaður við örorku 52 milljarðar 26. apríl 2005 00:01 Yngstu lífeyrisbótaþegarnir hér á landi voru um 136 prósent fleiri heldur en annars staðar á Norðurlöndum, árið 2002. Þetta kemur fram í skýrslunni Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar, sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tók saman að beiðni Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt skýrslunni hefur öryrkjum fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Sérstaka athygli vekur að mun fleiri ungmenni innan 19 ára aldurs þiggja hér lífeyri af einhverju tagi en annars staðar á Norðurlöndum. Á milli 40 og 49 ára virðist hlutfall öryrkja vera svipað hér og annars staðar á Norðurlöndum. Eftir fimmtugt snýst dæmið hins vegar við og þá verður örorka mun algengari í grannlöndunum en hér. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að ef útgjöld vegna örorkulífeyris yrðu þau sömu í framtíðinni og árið 2004 má ætla að áfallnar skuldbindingar kerfisins nemi um 165 milljörðum króna miðað við 3,5 prósent ávöxtunarkröfu. Augljóst er að ef örorkulífeyrisþegar eru að yngjast þá mun það leiða til aukins kostnaðar í framtíðinni. Þannig myndi eins árs hækkun á líftíma meðalbóta leiða til um 6,5 milljarða hækkunar á áföllnum skuldbindingum. Útgjöld hins opinbera vegna málaflokksins hafa vaxið úr 3,8 milljörðum króna. árið 1990 í um12,7 milljarða árið 2003. Að hluta til má rekja þessa aukningu til 82 prósent fjölgunar bótaþega, en um 18 prósent útgjaldaaukningarinnar stafa af hækkun bótagreiðslna að raunvirði. Ef útgjöld almenna lífeyrissjóðakerfisins eru talin með má ætla að heildarbætur til öryrkja hafi numið um 18 milljörðum króna árið 2003. Að sama skapi nam áætlaður kostnaður samfélagsins vegna tapaðra vinnustunda vegna örorku tæpum fjórum prósentum af landsframleiðslu árið 2003, sem varlega áætlað jafngildir tæplega 34 milljörðum króna á föstu verðlagi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Yngstu lífeyrisbótaþegarnir hér á landi voru um 136 prósent fleiri heldur en annars staðar á Norðurlöndum, árið 2002. Þetta kemur fram í skýrslunni Fjölgun öryrkja - orsakir og afleiðingar, sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands tók saman að beiðni Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra. Samkvæmt skýrslunni hefur öryrkjum fjölgað umtalsvert á síðustu árum. Sérstaka athygli vekur að mun fleiri ungmenni innan 19 ára aldurs þiggja hér lífeyri af einhverju tagi en annars staðar á Norðurlöndum. Á milli 40 og 49 ára virðist hlutfall öryrkja vera svipað hér og annars staðar á Norðurlöndum. Eftir fimmtugt snýst dæmið hins vegar við og þá verður örorka mun algengari í grannlöndunum en hér. Í skýrslunni kemur enn fremur fram að ef útgjöld vegna örorkulífeyris yrðu þau sömu í framtíðinni og árið 2004 má ætla að áfallnar skuldbindingar kerfisins nemi um 165 milljörðum króna miðað við 3,5 prósent ávöxtunarkröfu. Augljóst er að ef örorkulífeyrisþegar eru að yngjast þá mun það leiða til aukins kostnaðar í framtíðinni. Þannig myndi eins árs hækkun á líftíma meðalbóta leiða til um 6,5 milljarða hækkunar á áföllnum skuldbindingum. Útgjöld hins opinbera vegna málaflokksins hafa vaxið úr 3,8 milljörðum króna. árið 1990 í um12,7 milljarða árið 2003. Að hluta til má rekja þessa aukningu til 82 prósent fjölgunar bótaþega, en um 18 prósent útgjaldaaukningarinnar stafa af hækkun bótagreiðslna að raunvirði. Ef útgjöld almenna lífeyrissjóðakerfisins eru talin með má ætla að heildarbætur til öryrkja hafi numið um 18 milljörðum króna árið 2003. Að sama skapi nam áætlaður kostnaður samfélagsins vegna tapaðra vinnustunda vegna örorku tæpum fjórum prósentum af landsframleiðslu árið 2003, sem varlega áætlað jafngildir tæplega 34 milljörðum króna á föstu verðlagi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira