Segjast saklausir af nánast öllu 25. apríl 2005 00:01 Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum. Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast sýknu af nánast öllum ákæruliðum. Verjandi eins þeirra segir hægt að hugsa sér verri meðferð á líki en hafi verið í þessu tilfelli og verjandi annars segir að fyrst fórnarlambinu hafi ekki verið ljós sú lífshætta sem við blasti hafi sakborningum ekki átt að vera hún ljós. Málflutningur var í málinu í Hæstarétti í dag en í nóvember síðastliðnum voru allir sakborningarnir, Grétar Sigurðsson, Tomas Malakauskas og Jónas Ingi Ragnarsson dæmdir í 2 1/2 árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning og að koma burðardýrinu, Vaidas Jucevicius ekki til hjálpar þegar hann veiktist hastarlega og síðan fyrir illa meðferð á líki hans þegar þeir losuðu sig við það í Neskaupstaðarhöfn. Aðeins einn sakborninganna, Grétar Sigurðsson, var viðstaddur málflutninginn í morgun. Sem kunnugt er kom Jucevicius til landsins í febrúar á síðasta ári með á þriðja hundrað grömm af amfetamíni innvortis í rúmlega 60 pakkningum. Honum tókst ekki að losa sig við efnin, meðal annars vegna samgróninga í meltingarvegi eftir aðgerð og lést hann á heimili Malakauskas í Kópavogi. Í framhaldinu var líkið flutt til Neskaupstaðar þar sem það var stungið með hnífi og fleygt í höfnina þar sem það fannst fyrir tilviljun. Saksóknari krafðist þess fyrir Hæstarétti í morgun að þremenningarnir yrðu ekki dæmdir til vægari refsingar en 2 1/2 árs og að Grétar og Jónas Ingi hefðu rætt innflutning á fíknefnum til að bjarga fjármálum. Sem kunnugt er hefur Jónas Ingi alfarið neitað aðild að málinu og segist til dæmis ekki hafa vitað að hann hafi verið með lík aftur í bíl sem hann ók á austur á land, en sú ferð tók daga, né að vita að líkinu hafi verið varpað í sjóinn. Saksóknari nefndi ítrekað að framburð hans væri að engu hafandi og sýndi meðal annars ljósmynd sem tekin var á leiðinni austur þar sem Jónas og Malakauskas sjást í bílnum og skuggi á bak við þá sem var líkið. Verjendur Jónasar og Grétars kröfðust sýknu af öllum ákæruliðum en vægari refsingar til vara, en verjandi Malakauskas krafðist sýknu af ákæru um að koma Jucevicius ekki til hjálpar og illa meðferð á líki, en Malakauskas viðurkenndi að vita um fíkniefnainnflutninginn. Verjandi Malakauskasar sagði að hægt væri að hugsa sér verri meðferð á líki en þarna var viðhöfð. Ekki hafi verið ætlunin að vanvirða líkið heldur leyna fíkniefnainnflutningi og öll lík séu flutt með bílum til greftrunar. Þá lagði verjandi Grétars áherslu á að Jucevicius hefði neitað læknishjálp og fyrst hann taldi sig ekki í vera í þeirri hættu sem raun var hafi sakborningar varla getað gert sér grein fyrir því. Málið hefur verið lagt í dóm og er dóms að vænta á næstu vikum.
Fréttir Innlent Lög og regla Líkfundarmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira