San Antonio 0 - Denver 1 25. apríl 2005 00:01 Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira