Boston 1 - Indiana 0 24. apríl 2005 00:01 Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig. NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? Sjá meira
Lið Boston Celtics minnti hressilega á sig á laugardagskvöldið, þegar varamenn liðsins lögðu grunninn að stórsigri á Indiana Pacers í fyrsta leik liðanna. Indiana náði sér aldrei á strik í leiknum og Boston hafði 102-82 sigur, þrátt fyrir að Paul Pierce skoraði ekki körfu í leiknum fyrr en undir lok leiksins. Eftir að Indiana náði forystu í fyrsta leikhlutanum, meðan byrjunarlið Boston hitti mjög illa, skipti Doc Rivers varamönnum sínum inná og þeir gerðu sér lítið fyrir og völtuðu yfir gestina í öðrum leikhluta, sem Boston vann, 39-11 og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Sex leikmenn liðsins skoruðu 11 stig eða meira í leiknum. "Það er gott til þess að vita að ég þurfi ekki að skora 25-30 stig til að við getum unnið. Varamenn okkar voru frábærir í dag," sagði Paul Pierce hjá Boston, sem alla jafna er maðurinn sem lætur mest að sér kveða í sóknarleik liðsins. "Við vorum gersigraðir í dag. Þetta var mjög auðmýkjandi reynsla fyrir allt okkar lið," sagði Jermaine O´Neal hjá Indiana, en hann náði sér aldrei á strik í leiknum vegna villuvandræða og skoraði aðeins 7 stig, eins og félagi hans Reggie Miller. Að öðrum ólöstuðum var miðherjinn Raef LaFrenz maður leiksins hjá Boston, en hann skoraði 21 stig í leiknum og hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. "Ég nýti mér það bara þegar varnir andstæðinganna steypa sér á lykilmenn okkar, það er mitt hlutverk," sagði LaFrenz. Stjórnarformaður Indiana, Larry Bird, sem vann marga meistaratitla á sínum tíma með Boston, var hylltur af áhorfendum í Boston sem hrópuðu nafn hans þegar hann settist á bak við varamannabekk Indiana fyrir leikinn. Hann hefði þó eflaust óskað sér farsælli ferð í borgina þar sem hann lék svo lengi, því Indiana átti sér ekki viðreisnar von í leiknum og verður að skoða sín mál gaumgæfilega fyrir næsta leik, ef ekki á illa að fara. Atkvæðamestir hjá Boston:Raef LaFrenz 21 stig, Gary Payton 14 stig (7 stoðsendingar), Ricky Davis 13 stig, Antoine Walker 13 stig, Paul Pierce 12 stig, Marcus Banks 11 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 25 stig, Austin Croshere 10 stig, Anthony Johnson 9 stig, Jermaine O´Neal 7 stig (hitti úr 3 af 12 skotum), Reggie Miller 7 stig (hitti úr 1 af 7 skotum), Jeff Foster 7 stig.
NBA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og Svíar slást um EM-sæti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? Sjá meira