Ríkisstjórnin tíu ára 22. apríl 2005 00:01 Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess. Halldór og Davíð hafa stjórnað 681 ríkisstjórnarfundi síðan samstarfið hófst 23. apríl 1995 og tekið margar ákvarðanir sem varða hag þjóðarinnar. Tuttugu ráðherrar hafa starfað með þeim, enginn allan tímann nema Björn Bjarnason sem tók sér þó stutt frí. Halldór og Davíð segjast ekki orðnir þreyttir hvor á öðrum. Það besta við samstarfið sé að þeim tekst alltaf að leysa úr ágreiningsefnum, þó auðvitað sé stundum deilt. Halldór segir þá stundum hafa rifist harkalega en aldrei skellt hurðum eða gengið út. Á þessum tíu árum hefur hagvöxtur aukist um rúmlega fimmtíu prósent, landsframleiðslan meira en tvöfaldast, verulega dregið úr ríkisafskiptum, fjöldi nemenda í háskólanámi tvöfaldast, framlög til heilbrigðismála aukist um fimmtíu prósent og skuldir ríkissjóðs lækkaðar um meira en helming. Þetta verður líklega allt að teljast gott en að sjálfssögðu hafa líka verið gerð einhver mistök á leiðinni - nokkuð sem ekki er í eðli þessara manna að dvelja við; Davíð segir það engu þjóna að vera alltaf með böggum hildar. Það sígur svo í að þá kæmust mann ekki fetið Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á þessum áratug, m.a. gríðarlegar breytingar á starfi stjórnmálamanna sem búa við mun meiri umfjöllun um þeirra störf en tíðkaðist fyrir þrjátíu árum þegar Halldór og Davíð hófu sinn feril. Halldór segir það svolítið slítandi og umfjöllunin sé misjöfn - stundum sanngjörn en stundum ósanngjörn. Eitt af því sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum er að Halldór og Davíð taki stórar ákvarðanir án þess að ræða við aðra ráðherra eða flokksmenn, til að mynda um sölu Símans. Þetta segja þeir rangt. Halldór segir hins vegar að þeir þurfi að taka ýmsar ákvarðanir saman, enda séu þeir kjörnir til þess. Davíð segir að meira hafi verið um leka að undanförnu í samstarfinu en varið hafði, sem hann segir að sé óhollt fyrir stjórnarsamstarf, og hann vonar að það lagist aftur. Spurður hvort þetta þýði að hann hafi ekki jafn föst tök á fólki og hann hafi haft í gegnum tíðina kveðst Davíð halda að þetta hafi ekkert með hans persónu að gera. „Ég vona ekki að minnsta kosti,“ segir Davíð og bætir við að hann geri sér grein fyrir að fjölmiðlar hafi gaman af lekum. „Og þeir eiga að ýta undir leka finnst mér, svona til að fá meira fjör í fréttirnar, en þá eiga hinir að standa á móti. Þetta er hluti af dæminu,“ segir Davíð. Davíð segir enga þreytu með samstarfið í sínum flokki, enda sjái menn enga aðra raunhæfa kosti um stjórnarsamstarf eins og staðan er í dag.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira