Settu á svið stórslys í göngum 16. apríl 2005 00:01 Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. Þetta var gert samkvæmt viðbragðaáætlun Spalar en þar er gert ráð fyrir að svona umfangsmikil æfing sé haldin á fimm ára fresti og var í þetta í fyrsta sinn sem slík æfing fer fram. Auk starfsmanna Spalar tóku lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þátt í æfingunni. Vonskuveður var á Kjalarnesi í dag þegar æfingin fór fram. Þannig háttar til í Hvalfjarðargöngunum að vindáttin þar er alltaf í suður og væri því ekki hægt að komast ofan í göngin sunnanmegin ef svona slys bæri að höndum og því þurfti að flytja lið og búnað norður fyrir. Æfingin gekk vel að sögn Marinós Tryggvasonar, öryggisfulltrúa Spalar. Hann segir aðspurður að undirbúningur slyssins hafi verið flókinn og hann hafi átt sér langan aðdraganda. Á milli 30 og 40 manns hafi verið slasaðir og raunverulegur eldur hafi verið notaður á æfingunni en allt hafi gengið vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni og voru göngin lokuð á meðan á henni stóð. Marinó segir þetta hafa verið besta tímann fyrir æfingu því hún byggist að miklu leyti á sjálfboðaliðum sem eigi bara frí um helgar og á þessum tíma sé helgarumferðin minnst. Hann segir viðskiptavini Spalar hafa sýnt þessu skilning. Þá segir Marinó ekkert óvænt hafa komið upp á æfingunni. Ekki verði haldinn rýnifundur fyrr en eftir helgi en sjálfsagt sé eitthvað sem megi laga. Ekkert hafi þó komið mönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Rúta og fólksbíll lentu í árekstri í Hvalfjarðargöngunum í dag og það kviknaði í þriðja bílnum þegar hann keyrði á vegg við slysstaðinn. Þetta gerðist sem betur fer ekki heldur var svona slys sviðsett í göngunum í dag í æfingaskyni. Þetta var gert samkvæmt viðbragðaáætlun Spalar en þar er gert ráð fyrir að svona umfangsmikil æfing sé haldin á fimm ára fresti og var í þetta í fyrsta sinn sem slík æfing fer fram. Auk starfsmanna Spalar tóku lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þátt í æfingunni. Vonskuveður var á Kjalarnesi í dag þegar æfingin fór fram. Þannig háttar til í Hvalfjarðargöngunum að vindáttin þar er alltaf í suður og væri því ekki hægt að komast ofan í göngin sunnanmegin ef svona slys bæri að höndum og því þurfti að flytja lið og búnað norður fyrir. Æfingin gekk vel að sögn Marinós Tryggvasonar, öryggisfulltrúa Spalar. Hann segir aðspurður að undirbúningur slyssins hafi verið flókinn og hann hafi átt sér langan aðdraganda. Á milli 30 og 40 manns hafi verið slasaðir og raunverulegur eldur hafi verið notaður á æfingunni en allt hafi gengið vel. Hátt í 200 manns tóku þátt í æfingunni og voru göngin lokuð á meðan á henni stóð. Marinó segir þetta hafa verið besta tímann fyrir æfingu því hún byggist að miklu leyti á sjálfboðaliðum sem eigi bara frí um helgar og á þessum tíma sé helgarumferðin minnst. Hann segir viðskiptavini Spalar hafa sýnt þessu skilning. Þá segir Marinó ekkert óvænt hafa komið upp á æfingunni. Ekki verði haldinn rýnifundur fyrr en eftir helgi en sjálfsagt sé eitthvað sem megi laga. Ekkert hafi þó komið mönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira