Gagnrýndi ómálefnalega umræðu 16. apríl 2005 00:01 Tími Ingibjörgar Sólrúnar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er ekki kominn sagði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í dag. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi Össur og stuðningsmenn hans fyrir ómálefnalega umræðu. Össur og Ingibjörg Sólrún voru meðal ræðumanna á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan undir yfirskriftinni Ekki gera eins og mamma þín segir þér! Þetta var í fyrsta skipti sem þau mæta á sameiginlegan fund frá því að baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni tók að harðna. Í umræðum um framboðsmálin var rætt um að stöðva alvarlegar tæklingar og veifa gula spjaldinu oftar. Ingibjörg Sólrún segir Össur hafa rætt um þetta og hún vilji gjarnan að hann veifi því svolítið oftar á sitt fólk þar sem henni hafi fundist aðeins skorta upp á að umræðan hafi verið nógu málefnaleg. Þar eigi hún sérstaklega við framtíðarhóp Samfylkingarinnar, en hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með það hvernig farið hefði verið af stað með umræður um hann. Aðalatriðið sé þó að þau séu að vinna í þágu Samfylkingarinnar og séu í sama flokki. Flokkurinn hafi tiltekna stefnu og það séu þau sem eigi að vera málsvarar þeirrar stefnu. Hvorki Ingibjörg né Össur töldu að kosningabaráttan skaðaði flokkinn. Þvert á móti kæmi hún til með að efla hann. Össur segir telja að flokkurinn muni standa sterkari eftir kosningarnar. Baráttan sé skemmtileg og ótrúlegur fjöldi fólks komi til liðs við báða aðila og þar með flokkinn. Þetta sé ævintýri líkast. Össur hefur áður sagt að Ingibjörg sé framtíðarleiðtogi flokksins. Aðspurður hvort ekki sé komið að henni segist Össur ekki telja það. Þessi orð hafi verið sögð þegar allt hafi verið lagt í sölurnar til að gera Ingibjörgu að forsætisráðherra en það hafi ekki gengið eftir. Ef það hefði tekist þá liggi það í hlutarins eðli að sá sem sé forsætisráðherra sé um leið óskoraður leiðtogi þess flokks. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sjá meira
Tími Ingibjörgar Sólrúnar sem leiðtogi Samfylkingarinnar er ekki kominn sagði Össur Skarphéðinsson, formaður flokksins, á opnum stjórnmálafundi á Akureyri í dag. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi Össur og stuðningsmenn hans fyrir ómálefnalega umræðu. Össur og Ingibjörg Sólrún voru meðal ræðumanna á opnum fundi um stjórnmál unga fólksins sem haldinn var fyrir norðan undir yfirskriftinni Ekki gera eins og mamma þín segir þér! Þetta var í fyrsta skipti sem þau mæta á sameiginlegan fund frá því að baráttan um formannsembættið í Samfylkingunni tók að harðna. Í umræðum um framboðsmálin var rætt um að stöðva alvarlegar tæklingar og veifa gula spjaldinu oftar. Ingibjörg Sólrún segir Össur hafa rætt um þetta og hún vilji gjarnan að hann veifi því svolítið oftar á sitt fólk þar sem henni hafi fundist aðeins skorta upp á að umræðan hafi verið nógu málefnaleg. Þar eigi hún sérstaklega við framtíðarhóp Samfylkingarinnar, en hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með það hvernig farið hefði verið af stað með umræður um hann. Aðalatriðið sé þó að þau séu að vinna í þágu Samfylkingarinnar og séu í sama flokki. Flokkurinn hafi tiltekna stefnu og það séu þau sem eigi að vera málsvarar þeirrar stefnu. Hvorki Ingibjörg né Össur töldu að kosningabaráttan skaðaði flokkinn. Þvert á móti kæmi hún til með að efla hann. Össur segir telja að flokkurinn muni standa sterkari eftir kosningarnar. Baráttan sé skemmtileg og ótrúlegur fjöldi fólks komi til liðs við báða aðila og þar með flokkinn. Þetta sé ævintýri líkast. Össur hefur áður sagt að Ingibjörg sé framtíðarleiðtogi flokksins. Aðspurður hvort ekki sé komið að henni segist Össur ekki telja það. Þessi orð hafi verið sögð þegar allt hafi verið lagt í sölurnar til að gera Ingibjörgu að forsætisráðherra en það hafi ekki gengið eftir. Ef það hefði tekist þá liggi það í hlutarins eðli að sá sem sé forsætisráðherra sé um leið óskoraður leiðtogi þess flokks.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sjá meira