Vilja endurskoða takmarkanir 12. apríl 2005 00:01 "Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
"Þessar eignarhaldstakmarkanir koma ekki frá okkur. Þær eru hluti af málamiðlun við hina fulltrúana í nefndinni og erum við í Samfylkingunni sömu skoðunar varðandi eignarhaldstakmarkanir á fjölmiðlum og áður," segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. "Frumvarpsvinnan, lagasmíðin sjálf, er öll eftir. Til þess að pólitísk sátt ríki um frumvarpið þarf að koma til samstarf allra flokka við samningu þess. Frumvarpið getur aldrei verið samhljóða skýrslunni því það er verulegt verk eftir við að koma þessum frumniðurstöðum í lagatexta," segir Mörður. "Við vonum að frumvarpið verði þannig orðað að lög um eignarhald á fjölmiðlum verði skaðlaus en þau verða örugglega gagnslaus," segir Mörður. Hann bendir á að nefndin nefni mörk um takmörkun á eignarhaldi við 25 prósent hjá fjölmiðlum sem náð hafa þriðjungs markaðshlutdeild en nefndin segi um leið að hæfileg mörk séu mikið álitamál. "Samfylkingin tekur undir það, mörkin eru mikið álitamál. Miðað við þessi mörk telst arfur Valtýs Stefánssonar ritstjóra og dætra hans, Helgu og Huldu, í Morgunblaðinu vera sérstök samþjöppun auðs sem stefni fjölbreytni og fjölræði í voða. Það er í fyrsta sinn í gjörvallri fjölmiðlaumræðu íslenskri sem þessi tilteknu hlutabréf eru talin sérlega hættuleg. Þetta bendir til þess að það þurfi að skoða þessar prósentutölur miklu betur," segir Mörður. "Við erum reiðubúin til að ganga til samstarfs á grundvelli þessarar skýrslu - en skýrslan er auðvitað ekki frumvarp. Ég vona að stjórnarflokkarnir haldi áfram að þróast í þessu máli og sjái að lokum að sennilega þurfum við engar svona takmarkanir. Að minnsta kosti þarf að skoða þessar tölur, það sjáum við af dæminu frá Morgunblaðinu," segir Mörður. Hann bendir á að þriðjungs markaðshlutdeild sé ekki mikil á Íslandi þótt hún sé mikil í Evrópu. "Það eru ekki miklir peningar í því að hafa 33 prósenta markaðshlutdeild á Íslandi. Það sést til dæmis með Fréttablaðinu sem náði þessari markaðshlutdeild á nokkrum vikum en fór samt á hausinn. Það verður að bera þessar prósentutölur við stöðuna og reynsluna í íslenskri fjölmiðlun og það á eftir að gera," segir Mörður.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira