Titillinn til Texas? 11. apríl 2005 00:01 Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun