Tillögur varða alla einkafjölmiðla 7. apríl 2005 00:01 Eignarhald allra stærstu fjölmiðla á Íslandi mun þurfa að breytast verði tillögur fjölmiðlanefndarinnar sem kynntar voru í gær að lögum. Samkvæmt tillögunum má enginn einstaklingur eða fyrirtæki eiga 25 prósenta hlut eða meira í fjölmiðli sem hefur tiltekna markaðshlutdeild eða útbreiðslu. Skorður skulu settar við eignarhald á fjölmiðlum sem annars vegar hafa meiri útbreiðslu en til þriðjungs þjóðarinnar á degi hverjum og hins vegar ef markaðshlutdeild tiltekins fjölmiðils fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði um sig. Hömlur á eignarhaldi eiga því við um fjölmiðla sem meira en þriðjungur Íslendinga notfærir sér að jafnaði daglega. Skilyrðin eiga þó aðeins við ljósvakamiðla og dagblöð en ekki vikublöð, tímarit eða vefmiðla. Segir sáttina sögulega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að söguleg sátt hafi náðst um málið. "Náðst hefur pólitísk sátt um að tryggja heilbrigða samkeppni og fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég get tekið undir það með nefndarmönnum að tillögur þeirra miðast við að tryggja fjölbreytni á markaðinum, gott val og frelsi fyrir neytendur." Hún stefnir að því að leggja fram frumvarp um lög um fjölmiðla í haust en segir að það muni verða í fullkomnu samræmi við tillögur nefndarinnar. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, segir að verði tillögur nefndarinnar að lögum muni takmarkanir taka gildi um alla stærstu fjölmiðla á landinu. Hann bendir þó á að það hafi ekki verið hlutverk nefndarinnar að útfæra tillögurnar í smáatriðum. "Eftir er til að mynda að skilgreina hver tengsl eigenda fjölmiðlafyrirtækja mega vera," segir Karl. "En tillögurnar miða við að enginn einn aðili eða tengdir aðilar geti átt ráðandi hlut í fjömiðli sem náð hefur tiltekinni útbreiðslu eða markaðshlutdeild," segir Karl. Hann segir að nefndin hafi reynt að hafa meðalhófsregluna að leiðarljósi því ekki megi ganga of hart að starfandi fyrirtækjum á markaði. Sjö tillögur nefndarinnar Tillögur nefndarinnar eru í sjö liðum: - Að Ríkisútvarpið verði áfram öflugt almannaþjónustuútvarp með áherslu á sérstöðu þess og skyldur sem fjölmiðils í eigu allra landsmanna. - Að settar verði reglur sem tryggi gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum. - Að eignarhald á fjölmiðlum, sem náð hafa ákveðinni útbreiðslu eða hlutdeild á markaði, verði bundið takmörkunum með þeim hætti að aðilum verði sett takmörk um 25 prósenta eignaraðild. - Að settar verði reglur sem tryggi aukið val neytenda þannig að fjölmiðlar fái aðgang að ólíkum dreifikerfum, sem jafnframt fá flutningsrétt á efni. - Eftirlitsstofnun fjölmiðla verði sett á fót. Snúa fyrirtækjunum á haus Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365 miðla, segist ekki sjá tilganginn í því að ríkisvaldið sé að setja sérstakar kvaðir um einkarekna fjölmiðla og gera fjármögnun þeirra, rekstur og starfsemi erfiðari en þegar er á 300 þúsund manna markaði. "365 er eina fjölmiðlafyrirtækið á Íslandi sem skráð er á markaði og er því í dreifðari eignaraðild en önnur fjölmiðlafyrirtæki. Það er erfitt að skilja þessar tillögur og það að 365 megi ekki vera dótturfyrirtæki Og fjarskipta, því ekki sé litið svo á að dreifð eignaraðild á Og fjarskiptum endurspeglist í eignaraðild á 365. Það er hugsanlegt að snúa fyrirtækjunum einfaldlega á haus og dótturfyrirtækið verður móðurfyrirtæki til að uppfylla vilja skýrsluhöfunda," segir Gunnar Smári. "Að öðrum kosti hafa þessar tillögur fyrst og fremst þau áhrif að 365 mun búa við þrengri skilyrði en önnur skráð hlutafélög á Íslandi og verður hugsanlega metin sem lakari fjárfestingarkostur en önnur fyrirtæki. Ég hef hins vegar ekki mikla trú á að þessar tillögur verði að lögum, til þess vantar bæði í þær vit og þörf á því að setja þær í lög," segir Gunnar Smári. Segir Skjá einn sleppa Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir að svo virðist vera að 365 og Morgunblaðið séu einu fjölmiðlarnir sem þurfi að breyta eignarhaldi sínu. "Samkvæmt skilgreiningunum í skýrslunni get ég ekki séð að Skjár einn falli þar undir. Hann er hvorki með þriðjungs markaðshlutdeild né áhorf og því munum við ekki þurfa að breyta eignarhaldi á Skjá einum. Ég vil þó hafa þann fyrirvara á að ég er ekki búinn að lesa skýrsluna í heild sinni. Einnig er ekki víst að frumvarpið verði endilega samhljóða skýrslunni. Ég á alveg eins von á því að skerpt verði á þessum skilgreiningum í frumvarpinu," segir Magnús. "Ég á hins vegar eftir að sjá hvernig RÚV tengist þessu máli. Það er mjög sérkennilegt ef margar og mismunandi leikreglur eigi að gilda fyrir markaðsaðila. Mér skilst jafnframt að sömu lög eigi að gilda um afþreyingarveitur og fréttastofur. Rökstuðningurinn fyrir hugsanlegri lagasetningu er að fjölmiðlar séu skoðanamótandi. Hins vegar skil ég ekki hvaða hættur eigi að stafa af Skjá einum eða Popp Tívi og hvernig þær eiga að vera skoðanamótandi í samfélaginu," segir Magnús. Skilgreining á skyldleika skiptir máli Hallgrímur B. Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðisins segist telja að tillögur nefndarinnar muni hafa áhrif á eignarhald á Morgunblaðinu, verði þær að lögum. "Ég hef ekki haft tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta gæti haft, og enn síður hefur stjórnin eða hluthafar haft tækifæri til að skoða þetta," segir Hallgrímur. "Mér finnst að skoða þurfi vel hvað átt er við með því þegar talað er um tengsl milli skyldra aðila í lagalegum skilningi. Það skiptir máli hvað það þýðir og ekki fyrr en sú skilgreining liggur fyrir get ég áttað mig á því hvaða áhrif þetta muni hafa," segir hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Eignarhald allra stærstu fjölmiðla á Íslandi mun þurfa að breytast verði tillögur fjölmiðlanefndarinnar sem kynntar voru í gær að lögum. Samkvæmt tillögunum má enginn einstaklingur eða fyrirtæki eiga 25 prósenta hlut eða meira í fjölmiðli sem hefur tiltekna markaðshlutdeild eða útbreiðslu. Skorður skulu settar við eignarhald á fjölmiðlum sem annars vegar hafa meiri útbreiðslu en til þriðjungs þjóðarinnar á degi hverjum og hins vegar ef markaðshlutdeild tiltekins fjölmiðils fer yfir þriðjung af heildarupplagi, heildaráhorfi eða heildarhlustun á hverjum fjölmiðlamarkaði um sig. Hömlur á eignarhaldi eiga því við um fjölmiðla sem meira en þriðjungur Íslendinga notfærir sér að jafnaði daglega. Skilyrðin eiga þó aðeins við ljósvakamiðla og dagblöð en ekki vikublöð, tímarit eða vefmiðla. Segir sáttina sögulega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að söguleg sátt hafi náðst um málið. "Náðst hefur pólitísk sátt um að tryggja heilbrigða samkeppni og fjölbreytni á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég get tekið undir það með nefndarmönnum að tillögur þeirra miðast við að tryggja fjölbreytni á markaðinum, gott val og frelsi fyrir neytendur." Hún stefnir að því að leggja fram frumvarp um lög um fjölmiðla í haust en segir að það muni verða í fullkomnu samræmi við tillögur nefndarinnar. Karl Axelsson, formaður nefndarinnar, segir að verði tillögur nefndarinnar að lögum muni takmarkanir taka gildi um alla stærstu fjölmiðla á landinu. Hann bendir þó á að það hafi ekki verið hlutverk nefndarinnar að útfæra tillögurnar í smáatriðum. "Eftir er til að mynda að skilgreina hver tengsl eigenda fjölmiðlafyrirtækja mega vera," segir Karl. "En tillögurnar miða við að enginn einn aðili eða tengdir aðilar geti átt ráðandi hlut í fjömiðli sem náð hefur tiltekinni útbreiðslu eða markaðshlutdeild," segir Karl. Hann segir að nefndin hafi reynt að hafa meðalhófsregluna að leiðarljósi því ekki megi ganga of hart að starfandi fyrirtækjum á markaði. Sjö tillögur nefndarinnar Tillögur nefndarinnar eru í sjö liðum: - Að Ríkisútvarpið verði áfram öflugt almannaþjónustuútvarp með áherslu á sérstöðu þess og skyldur sem fjölmiðils í eigu allra landsmanna. - Að settar verði reglur sem tryggi gagnsæi eignarhalds á fjölmiðlum. - Að eignarhald á fjölmiðlum, sem náð hafa ákveðinni útbreiðslu eða hlutdeild á markaði, verði bundið takmörkunum með þeim hætti að aðilum verði sett takmörk um 25 prósenta eignaraðild. - Að settar verði reglur sem tryggi aukið val neytenda þannig að fjölmiðlar fái aðgang að ólíkum dreifikerfum, sem jafnframt fá flutningsrétt á efni. - Eftirlitsstofnun fjölmiðla verði sett á fót. Snúa fyrirtækjunum á haus Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri 365 miðla, segist ekki sjá tilganginn í því að ríkisvaldið sé að setja sérstakar kvaðir um einkarekna fjölmiðla og gera fjármögnun þeirra, rekstur og starfsemi erfiðari en þegar er á 300 þúsund manna markaði. "365 er eina fjölmiðlafyrirtækið á Íslandi sem skráð er á markaði og er því í dreifðari eignaraðild en önnur fjölmiðlafyrirtæki. Það er erfitt að skilja þessar tillögur og það að 365 megi ekki vera dótturfyrirtæki Og fjarskipta, því ekki sé litið svo á að dreifð eignaraðild á Og fjarskiptum endurspeglist í eignaraðild á 365. Það er hugsanlegt að snúa fyrirtækjunum einfaldlega á haus og dótturfyrirtækið verður móðurfyrirtæki til að uppfylla vilja skýrsluhöfunda," segir Gunnar Smári. "Að öðrum kosti hafa þessar tillögur fyrst og fremst þau áhrif að 365 mun búa við þrengri skilyrði en önnur skráð hlutafélög á Íslandi og verður hugsanlega metin sem lakari fjárfestingarkostur en önnur fyrirtæki. Ég hef hins vegar ekki mikla trú á að þessar tillögur verði að lögum, til þess vantar bæði í þær vit og þörf á því að setja þær í lög," segir Gunnar Smári. Segir Skjá einn sleppa Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir að svo virðist vera að 365 og Morgunblaðið séu einu fjölmiðlarnir sem þurfi að breyta eignarhaldi sínu. "Samkvæmt skilgreiningunum í skýrslunni get ég ekki séð að Skjár einn falli þar undir. Hann er hvorki með þriðjungs markaðshlutdeild né áhorf og því munum við ekki þurfa að breyta eignarhaldi á Skjá einum. Ég vil þó hafa þann fyrirvara á að ég er ekki búinn að lesa skýrsluna í heild sinni. Einnig er ekki víst að frumvarpið verði endilega samhljóða skýrslunni. Ég á alveg eins von á því að skerpt verði á þessum skilgreiningum í frumvarpinu," segir Magnús. "Ég á hins vegar eftir að sjá hvernig RÚV tengist þessu máli. Það er mjög sérkennilegt ef margar og mismunandi leikreglur eigi að gilda fyrir markaðsaðila. Mér skilst jafnframt að sömu lög eigi að gilda um afþreyingarveitur og fréttastofur. Rökstuðningurinn fyrir hugsanlegri lagasetningu er að fjölmiðlar séu skoðanamótandi. Hins vegar skil ég ekki hvaða hættur eigi að stafa af Skjá einum eða Popp Tívi og hvernig þær eiga að vera skoðanamótandi í samfélaginu," segir Magnús. Skilgreining á skyldleika skiptir máli Hallgrímur B. Geirsson, framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðisins segist telja að tillögur nefndarinnar muni hafa áhrif á eignarhald á Morgunblaðinu, verði þær að lögum. "Ég hef ekki haft tækifæri til að meta hvaða áhrif þetta gæti haft, og enn síður hefur stjórnin eða hluthafar haft tækifæri til að skoða þetta," segir Hallgrímur. "Mér finnst að skoða þurfi vel hvað átt er við með því þegar talað er um tengsl milli skyldra aðila í lagalegum skilningi. Það skiptir máli hvað það þýðir og ekki fyrr en sú skilgreining liggur fyrir get ég áttað mig á því hvaða áhrif þetta muni hafa," segir hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?