Vill sakaruppgjöf vegna mismununar 6. apríl 2005 00:01 Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. Hlynur Freyr Vigfússon var dæmdur fyrir ummæli sín í viðtali við DV fyrir allnokkru en þar sagði hann meðal annars að ekki þyrfti neinn snilling til að sjá muninn á Afríkunegra með prik í hendi og Íslendingi. Ummælin töldust brjóta í bága við hegningarlög en nú segist Hlynur vilja fá sakaruppgjöf. Hann segir að stjórnvöld virðist ekki ætla að aðhafast neitt í máli Fischers. Hann líti svo á að ummæli Fischers hafi verið mun grófari og persónulegri en hann hafi nokkurn tíma látið út úr sér. Hann hafi verið dæmdur í Hæstarétti og hann ætli ekki að una því að stjórnvöld brjóti sömu lagagrein á honum og hann hafi verið sakfelldur fyrir að brjóta. Hann hafi verið tekinn einn út úr fjöldanum og dæmdur vegna skoðana sinna. Aðspurður hvað hann hyggist gera segir Hlynur að hann muni fara fram á sakaruppgjöf hjá forseta Ísland 1. júlí ef ekkert verði búið að gera í málum Bobbys Fischers þá. Hann bendir á að stór hluti þess fólks sem þrýst hafi á það að hann yrði dæmdur hafi barist fyrir því að fá Fischer til landsins og hann spyr sig hvort það skammist sín núna og láti sig hverfa. Stjórnvöld verði að gera sínar skyldur. Bobby Fischer úthúðaði gyðingum meðal annars í fjölmiðlum og því má hver sem á horfði eða hlýddi í raun krefjast rannsóknar á orðunum. Hlynur hyggst hins vegar ekki gera neitt slíkt. Lögmenn sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag telja Hlyn ekki eiga neina von um það að dómur breyti niðurstöðu sinni, til þess dugi ekki að annar maður sleppi hugsanlega þrátt fyrir sambærilegt brot. Raunin sé sú að hver sá sem fremji glæp sé sekur burtséð frá því hvort aðrir komist upp með slíkt hið sama.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira