Ofbeldi allsstaðar 5. apríl 2005 00:01 Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Margoft hafa verið rædd áhrif ofbeldis á börn og fjöldinn allur af rannsóknum hefur sýnt það og sannað að börn sem horfa upp á ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum eða bíómyndum verða fyrir miklum áhrifum sem geta leitt til vanlíðunar og ofbeldishneigðar því börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Öll umræðan og allar rannsóknirnar virðast litlu sem engu hafa skilað því ofbeldið er allstaðar. Umbúðir utan um bíómyndir og tölvuleiki eru merktar fyrir vissa aldurshópa og er það á valdi foreldra og forráðamanna að fylgja reglum og koma í veg fyrir að börnin sjái eitthvað sem þeim er ekki ætlað. Hinsvegar eru viðvararnir ekki alltaf til staðar og fyrirvararlaust getur ofbeldisfull auglýsing birst á sjónvarpsskjánum rétt áður en fréttir hefjast í sjónvarpinu. Foreldrar eru varnarlausir gegn þessu ef börnin sitja við sjónvarpið um sjöleytið á kvöldin, rétt fyrir fréttir þegar barnaefni er gjarna nýlokið. Eina ráð foreldranna virðist vera að kveikja aldrei á sjónvarpinu eða sitja sveitt með fjarstýringuna í lófanum reiðubúinn að skipta um leið og eitthvað vafasamt kemur á skjáinn. Spurningin er hinsvegar sú hvort ábyrgðin hvíli einungis á foreldrunum. Auðvitað geta þeir ákveðið að horfa bara aldrei á sjónvarpið en ekki er hægt að ætlast til þess að fólk með börn horfi aldrei á fréttir og útiloki sig þannig frá samfélaginu. Það sem gerir foreldrum erfitt fyrir er að auglýsingar eru allsstaðar og virðast ekki fylgja neinum reglum. Íslenskar stöðvar virðast fylgja sömu stefnu og þær bandarísku, þar sem allt er auglýst svo lengi sem það skilar inn peningum í kassann. En einhverja hluta vegna gerir maður þá kröfu til Ríkissjónvarpsins að stíga varlega til jarðar í þessum málum. Þess eru því miður mýmörg dæmi að sýnd séu brot úr ofbeldisfullu sjónvarpsefni eða kvikmyndum á tímum sem mörg börn sitja við sjónvarpið. Og sjóvarpsstöðvarnar eru ekki einu sökudólgarnir. Um daginn hringdi inn á Talstöðina kona sem hafði farið með ungan son sinn að sjá Bangsímon í bíó. Konan taldi sig hafa valið saklausa skemmtun fyrir barnið sitt, en henni til skelfingar var mjög ofbeldisfullur tölvuleikur auglýstur rétt áður en myndin hófst. Tölvuleikurinn snerist um ofbeldisfulla drápsleiki og tók sonurinn að þylja upp setningarnar í auglýsingunni sem voru eitthvað á þessa leið: Það eru engar reglur, allt er leyfilegt, það má tortíma öllum.... Hún hringdi í kvikmyndahúsið og lagði inn kvörtun sem var tekið kurteisislega en ekkert var aðhafst þrátt fyrir að fleiri kvartanir hefðu borist. Enda þarf kvikmyndahúsið ekkert að gera þó einhver kona hringi inn og kvarti nema að þakka henni fyrir ábendinguna. Það eru engin lög eða reglur til sem kveða á um hvernig auglýsingar má sýna á undan kvikmyndum ætluðum börnum. Í Bandaríkjunum hefur það komið í ljós að þeir sem markaðssetja bannaðar ofbeldismyndir reyna stöðugt að koma upplýsingum um þær til sífellt yngri barna og dæmi eru um að slíkar myndir séu auglýstar í kringum barnatímann í sjónvarpinu. Sjónvarpsstöðin Nickelodeon (þar sem Latibær er sýndur) virðist þó ein bandarískra sjónvarpsstöðva hafa stefnu í þessum málum og tekur ekki við auglýsingum á ofbeldissmyndum þó gull og grænir skógar séu í boði og hefur verið hampað í fjölmiðlum vestra af þeim sökum. Er ekki kominn tími á það að samfélagið taki sameiginlega ábyrgð á sínum yngstu meðlimum og myndi sér stefnu í þessum málum og setji reglur um hvað má auglýsa hvar og hvenær þannig að foreldrar geti rólegir kíkt á Bangsímon í bíó eða fylgst með stöðu heimsmála án þess að eiga það á hættu að drápsóðir menn birtist á skjánum og hræði úr þeim og börnum þeirra líftóruna? Kristín Eva Þórhallsdóttir -kristineva@frettabladid.is
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun